HG Tenerife Sur er einföld íbúðagisting í Los Cristianos. Strönd og miðbær Los Cristianos er í um 500 metra fjarlægð frá hótelinu. Íbúðirnar eru í spænskum stíl og eru annars vegar studio og hins vegar íbúð með einu svefnherbergi. Lítið eldhús er í íbúðunum þar sem má finna ofn, hellur, ketil, brauðrist og kaffivél einnig er hárþurrka, vifta, sjónvarp, öryggishólf (gegn gjaldi) og þráðlaust net (gegn gjaldi). Garðurinn er stór með 2 sundlaugum og góðri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er súpermarkaður, hárgreiðslustofa, veitingastaður, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Góður og hagkvæmur kostur í Los Cristianos.
Sýna allt