Sol Costa Daurada er skemmtilegt og fjölskylduvænt hótel í Salou. Hótelið er stutt frá Port Aventura og aðeins 12 mínútna gangur er að strönd. Herbergin voru nýlega tekin í gegn og eru hin huggulegustu. Í hótelgarðinum eru stór sundlaug í lónsstíl ásamt barnalaug. Hægt er að leigja handklæði gegn tryggingu. Þetta er frábær kostur fyrir fjölskyldur, barnaklúbbur er til staðar ásamt skemmtidagskrá sem er í gangi á daginn og á kvöldin. Heilsulind hótelsins er með innilaug og hægt er að kaupa ýmsar líkamsmeðferðir. Frábær kostur í Salou.
Sýna allt