Þetta frábæra fjölskylduhótel, er staðsett í Rincón de Loix, íbúðarhverfi Benidorm. Það er um það bil 150 m frá Playa de Levante og í minna en 2 km fjarlægð frá miðbænum. Hótelgarðurinn er ævintýralegur og ættu allir að hafa nóg fyrir stafni. Barnaklúbbur og skemmtidagskrá í boði yfir sumartímann. Á eftstu hæð hótelsins er svokallað Chill out svæði sem er eingöngu opið fyrir fullorðna, þar er bar og sólbaðsaðstaða með útsýni yfir fagurt Miðjarðarhafið. Þetta er fullkominn staður til að eyða skemmtilegu fríi með fjölskyldunni og börnunum.
Sýna allt