Sol Timor státar af skemmtilegri staðsetningu en það stendur við La Carihuela ströndina, rétt við smábátahöfnina Puerto Marina og má finna fjöldan allan af veitingastöðum, börum og verslunum allt í kring. Huggulegar göngugötur með tapas og sjávarréttastöðum í næsta nágrenni.
Þetta er fjölskylduvænt hótel með stórri útisundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu en einnig er hér að finna tennisvöll og fjölbreytta aðstöðu fyrir börn, eins og krakkaklúbb og skemmtisvæði í anda Flintstone´s.
Á hótelinu er góðu veitingastaður sem býður uppá morgun,- hádegis- og kvöldverð og strandveitingastaður sem býður uppá létt snarl allan daginn.
Íbúðirnar eru allar nýendurnýjaðar með loftkælingu (yfir sumartímann), sjónvarpi og svölum (sumar með sjávarútsýni), sem og fullútbúnu eldhúsi með helluborði, örbylgjuofni, brauðrist og ísskáp.
Þetta er skemmtilegt hótel með frábæra staðsetningu og hentar vel fjölskyldum sem og einstaklingum.
Sýna allt