Magic Villa Benidorm er vel staðsett í aðeins 150 metra fjarlægð frá Levante ströndinni í líflegu hverfi og aðeins 1 km frá miðbænum. Fjöldinn allur af veitingarstöðum, börum og verslunum eru í grennd við hótelið. Frábær staður fyrir fjölskyldufríið. Herbergin eru einföld og snyrtileg. Mikið er í boði fyrir alla fjölskylduna á hótelinu eins og líkamsrækt, leikherbergi, minidiskó og fleira. Garðurinn er góður með sundlaug, barnalaug og nuddpotti. Góður kostur í hjarta Benidorm.
Sýna allt