Limak Lara er aðlaðandi 5 stjörnu hótel með öllu inniföldu. Hannað í skemmtilegum stíl með austurlensku ívafi.
Standard herbergin eru rúmgóð, 32m2, hugguleg í austulenskum stíl, þau eru loftkæld með smábar, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, hárþurrku svo eitthvað sé nefnt og rúma mest 2 fullorðna og 2 börn. Fjölskylduherbergin eru 65m2 og eru á 2 hæðum en svefnaðstaðan er á sömu hæð, 2 baðherbergi, 2 svalir, svefnherbergið er aðskilið með rennihurð þar sem annað baðherbergið er, einnig er bað í svefnherberginu. Hægt er að ganga beint út í sundlaugargarð frá herberginu.
Zen er aðalveitingastaður hótelsins og tekur allt að 1200 manns í sæti og þar er morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð í boði. Fjöldi a la carte veitingastaða eru einnig á hótelinu gegn gjaldi og hægt að er njóta matar frá hinum ýmsu heimshornum hvort sem það tyrknesk, ítölsk, taílensk eða indversk matargerð, það er allt þetta og meira til í boði á Limak Lara. Barir, tehús og diskótek eru einnig í boði á hótelinu.
Á hótelinu eru 7 sundlaugar í glæsilegum hótelgarðinum, vatnsrennibrautir, barnalaug og einkaströnd fyrir framan hótelið þar sem er hægt að komast í hin ýmsu vatnasport, eins og t.d á bananabát og á sæþotu.
Frábær skemmtidagskrá er í boði á hótelinu og er alltaf nóg um að vera. Borðtennis, boccia, pílukast, tennis, keila er meðal þess sem hægt er að gera á hótelinu. Á kvöldin heldur svo skemmtidagskráin áfram með sýningum, tónlist og leikjum.
Vel útbúin líkamsrækt er á hótelinu og falleg heilsulind þar sem hægt er að komast í hinar ýmsu nudd og líkamsmeðferðir.
Það er alltaf líf og fjör í barnaklúbbnum og þar finna börnin eitthvað við sitt hæfi.
Limak Lara er sannkölluð fjölskylduparadís
Sýna allt