Holiday World Polynesia er ævintýraveröld fyrir fjölskylduna, á hótelinu er hægt að fá hálft fæði eða allt innifalið.
Þetta vinsæla hótel er hannað í anda Pólýnesíu sem gerir það heillandi og framandi, í gestamóttökunni er kaðlabrú og foss ásamt fallegum gróðri.
Hótelgarðurinn er einnig í sama stíl og í honum er fallegur gróður og framandi dýr. Sundlaugin er feiknastór. The Beach Club tilheyrir hótelinu og er opnn yfir sumartímann en þar er sundlaug, rennibrautir og frábær skemmtidagskrá, reglulegar ferðir frá hótelinu að Beach Club.
Hótelið er stutt frá strönd en er fyrir utan Benalmadena, auðvelt er að ferðast með leigubíl.
Sýna allt