Aguamar er skemmtilegt íbúðahótel í Los Cristianos. Íbúðirnar eru bjartar og snyrtilegar með eldhúskrók, sjónvarpi, síma, viftu, þráðlausu neti og öryggishólfi (gegn gjaldi). Í rúmgóðum hótelgarðinum er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða ásamt snakkbar. Sameiginleg aðstaða hótelsins er hin huggulegasta, hvort sem er veitingastaðurinn eða gestmóttaka. Góður kostur í Los Cristianos, ofarlega í bænum.
Sýna allt