Flugfélög: Nokkur flugfélög fara til Gdansk frá öllum heimshlutum, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér flug til Gdansk á besta verðið.
Flugvöllur: Gdansk Lech Walesa flugvöllur
Fjarlægð frá flugvelli: um 20 mín. (Um 16 km)
Tungumál: pólska
Tímabelti: Tímabelti í Mið-Evrópu
Mannfjöldi: um 570.000
Vegabréf: Gilt vegabréf eða vegabréfsáritun er skylt
Ferðaáritun: Ekki krafist fyrir dvöl undir 90 daga
Þjórfé: Ekki skylt, en mjög algengt að gefa 5-10% af reikningnum.
Ferðaskattur: 5% af herbergisverði
Vatn: Óhætt er að drekka kranavatnið
Rafmagn: 230V, 50Hz AC. Innstungusokkar eru kringlóttir með tveimur pinnum
Gdansk er falleg pólsk hafnarborg sem heillar og laðar að ferðamenn víðsvegar úr heiminum með þúsund ára sögu sinni og einstökum frumleika og fegurð. Í gamla bænum er ekki nóg að slappa af og skemmta sér, hér eru allir fallegustu staðirnir í Gdansk sem þörf er að sjá. Þessi borg er talin vera hönnuð fyrir lúxus og eftirminnilegar gönguferðir – og hafir þú heimsótt borgina einu sinni, þá muntu vilja fara aftur því ferð þangað skapar einungis ánægju og gleði.
Fyrst af öllu mælum við með því að labba eftir mikilvægustu götunni – Dluga, til þess að dásama fergurð Aðaltorgsins og taka ljósmynd við Neptúnsbrunninn. Hér er samansafn af arkitektúr og minnisvörðum frá endurreisnartímanum. Þegar þú labbar þarna um taktu þá eftir ráðhúsinu sem byggt var á 15. öld. Hér er einnig fjöldinn allur af kaffihúsum þar sem hver og einn finnur eitthvað við sitt hæfi. Gdansk er stundum kölluð „Norður-Amsterdam“ og er það ekki furða, líkindin eru sláandi.
Ef þú labbar Dluga til enda, þá muntu koma að Sjóminjasafninu. Safnið er aðallega helgað skipasmíðum og siglingum. Hér er t.a.m. hægt að skoða gömlu skipin og fyrstu snekkjurnar sem fóru yfir Atlantshafið.
Í annarri götu, Mariacka, kemst þú í umhverfi miðaldarborgar. Að auki er hægt að versla í öllum minjagripa búðunum sem finnast hér á hverju horni. Hér er einnig næst stærsta kirkja Evrópu og stærsta múrsteinskirkja í heimi. Þú munt strax heillast af lituðu glergluggunum að innan en farðu svo upp á næstu hæð til þess að fá betra útsýni yfir borgina.
Við mælum einnig með að þú farir í gönguferð og andir að þér fersku lofti í Park Oliwa, en hann er staðsettur í um 9 km fjarlægð frá miðbænum. Auk fallegu nátturnnar í Park Oliwa, getur þú einnig dáðst að Abbey-höllinni. Svo má einnig nefna Þjóðminjasafnið í Gdansk, sem er útibú samtímalistar. Þeir sem eru svo búnir að fá nóg af miðaldarbyggingum og arkitektúr og vilja lenda í frekari ævintýrum, þá mælum við með því að fara í Stoczina hverfið í Gdansk en þar finnur þú fjölda afþreyingarmöguleika; reiðhjól, verlslanir, götumatur og skemmtun fram á morgun.
Gdansk býður gestum sínum uppá marga áhugaverða afþreyingarmöguleika en hér finnur þú litríka markaði og verslanir, klúbba og skemmtistaði sem og stórkostlega almenningsgarða. Auk þess er eftirfarandi það sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara á meðan þú heimsækir Gdansk.
Farðu í dýragarðinn, sérstaklega ef þú ert í fjölskyldufríi í Gdansk. Borgin er með stærsta dýragarð landsins og á hverju ári heimsækja þúsundir áhugasamra ferðamanna hann. Í dag eru þar hundruð dýra, frá ýmsum löndum. Í dýragarðinum eru fallegir skálar og fuglabúr sem líkja eftir náttúrulegum heimilum dýranna. Fyrir litla gesti er sérstakt svæði í dýragarðinum þar sem má sjá vingjarnlegustu og krúttlegustu dýrin. Börnin geta farið á bak á risastórum flóðhesti, gefið mörgæsum að borða og tekið eftirminnilega myndir með öllum uppáhalds dýrunum sínum.
Fáðu þér hjól og farðu að Eystrasaltinu. Jafnvel ef þú ert vonsvikinn yfir því að sjórinn í Gdansk er ekki í göngufæri (8 km frá borginni) getur þú sameinað það gagnlega við það skemmtilega – leigðu hjól fyrir 10 PLN á klukkustund, kannaðu borgina og finndu að lokum ferska sjávarloftið. Þess má geta að frá Gdansk til sjávar, meðfram þjóðveginum, eru hjólastígar sem að mestu leyti fara um sundið og er ánægjulegt að hjóla – vindurinn blæs frá öllum hliðum og loftið lyktar af sætum Linden trjám.
Skelltu þér í parísarhjólið AmberSky og sjáðu borgina að ofan. Ef þú ert ekki tilbúinn að sigrast á 400 tröppum upp og niður, þá getur þú notfært þér parísarhjólið til þess að sjá borgina úr lofti. Á 15 mínútum fer hjólið 3 hringi og þú getur heillast af flísalöguðm þökum og litríkum húsum Gdansk að ofan. Vel á minnst, það er mjög heppilegt að byrja gönguferð um gamla bæinn frá hjólinu.
Að lokum þarft þú líka að fara í sjóferð á ekta siglingarbáti og heimsækja bæinn Shimbark til þess að sjá með eigin augum húsið sem stendur á hvolfi. Skelltu þér svo með börnin í Fornminjasafnið í Gdansk en það er einstaklega skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
Gjaldmiðill í Póllandi er pólskur zloty