preloader

GDANSK

Gdansk er borg í Norður-Póllandi, með fallegan gamlan miðbæ, dýrindis mat og bjór. Gdansk tilheyrir svokölluðu Tri-City stórborgarsvæði, ásamt borgunum Sopot og Gdynia. Borgirnar eru staðsettar meðfram strönd Gdansk-flóa sem er mjög fjölsóttur staður af ferðamönnum í Póllandi. Gdansk hefur mikla sögulega þýðingu, Sopot er tákn skemmtunar og Gdynia er tákn efnahags. Í Gdansk búa hálf milljón íbúa og er þetta er borg efnahags, menningar og vísinda og er jafnframt einn af aðal ferðamannastöðum landsins sem kemur ekki á óvart þar sem 2-3 milljónir ferðamanna heimsækja borgina ár hvert.

Þú getur eytt mörgum klukkutímum í að dást af fjölbreytileika borgarinnar. Þegar ferðast er til Gdansk finnur hver og einn eitthvað áhugavert, alveg óvænt. Sumir ferðast til borgarinnar til þess að fara í skoðunarferðir eða til þess að fræðast og sjá eins mikið af borginni og mögulegt er á meðan að aðrir vilja eyða tímanum í að labba um stræti gamla bæjarins og dást að fegurðs hans. Enn aðrir þurfa ekkert annað en sjóinn, þó svo að flestir séu sammála um að skella sér ekki til sunds (hann getur verið rosalega kaldur), heldur einfaldlega rölta meðfram honum og dást að gráu öldunum. Ef áhugi er að heimsækja fallega borg við sjóinn sem hefur að geyma ríka sögu og gnægð af áhugaverðum stöðum og óaðfinnanlegum evrópskum stíl, þá má sannarlega mæla með ferð til pólsku borgarinnar Gdansk.

Hánannatími ferðaþjónustunnar er frá maí til september, en þá er mikill mannfjöldi á götum borgarinnar, sérstaklega um helgar þegar frí er í skólum og fjöldi nemenda og annarra ferðamanna allsstaðar að úr heiminum heimsækja borgina. Veðrið er alla jafna gott í Gdansk, en það það getur rignt á hverjum degi, þetta er nú Eystarsaltið. Á háannatíma er alltaf einhver skortur á hótelherbergum svo það er um að gera að bóka gistinguna í Gdansk með fyrirvara.
 

Næturlíf

Fyrir nokkru var talið að næturlífið í Gdansk væri svolítið leiðinlegt og alls ekki fjölbreytt en í dag hefur margt breyst. Hér er meira en nóg af góðum börum og klúbbum sem hægt er að mæla með að heimsækja og upplifa frábæra kvöldstund. Næturlíf borgarinnar byrjar eftir 21:00 og mun svo sannarlega auðga fríið þitt í Gdansk. Flestir barir, brugghús og klúbbar í Gdansk eru staðsett í sögulegri miðju borgarinnar og er stutt á milli þeirra svo þú þarft ekki að örvænta – þú kemst fótgangandi milli þeirra allra.

Frægasti og fjölsóttasti skemmtistaðurinn í Gdansk er Bacowka Na Jantarowej. Á daginn er þetta notarlegt kaffihús þar sem gestum er boðið uppá fjölbreytt úrval af innlenndum réttum. Þarna er einnig kaffihús á kvöldin, þar sem gestir staðarins skemmta sér á litríka dansgólfinu og njóta uppáhalds tónlistar sinnar. Næturklúbburinn Celtic Pub er vinsæll og hættir ekki að gleðja gesti með skemmtilegum partýum. Þetta er nú orðinn fastur vettvangur fyrir ýmsa tónlistarviðburði og kynningar. Aðdáendur djass munu svo elska Cotton Club, sem hýsir þemakvöld í hverri viku og spilar lifandi tónlist. Klúbburinn er einnig með frábært billjard herbergi en þar er líka fallegur bar með fjöldan allan af skemmtilegum kokteilum.

Verslun

Almennt séð staðfesta umsagnir um verslun í Gdansk að Pólland er ennþá vinsæll áfangastaður þegar kemur að verslunarferðum: Verðin eru lág og úrval á gæðavörum er gífurlegt. Einnig eru margir sölustaðir þar sem hægt er að finna bæði alþjóðleg vörumerki og úrval af innlendum vörum.

Vinsælasta og stærsta verslunarmiðstöð Gdansk er Galeria Baltycka. Þeir sem heimsækja hana í fyrsta skipti ættu sannarlega að taka bækling með upplýsingum um svæðið því annars gæti verið erfitt að finna réttu búðina. Í verslunarmiðstöðinni eru meira en 200 verlsanir sem bjóða uppá úrval af fatnaði og skóm, íþróttafötum og styrtivörum. Einnig eru þar að finna fjölmargar barnafataverslanir. Opnunartími verslanna í borginni er yfirleitt frá 10-11 á morgnanna og venjulega eru þær að loka kl. 19:00.

Og hvað er verslunarferð til Gdansk án þess að kaupa minjagripi? Amber vörur eru enn vinsælir minjagripir meðal ferðamanna í Gdansk. Veldu þinn uppáhalds á Mariacka götu, en þar er mesta úrvalið af minjagripaverslunum. Konur munu svo sannarlega líka við dásamlega skartgripi úr þessum gulbrúna steini og karlmenn geta verslað fallega ermahnappa, bindisnælur eða aðra fallega fylgihluti.

Bestu hótelin í Gdansk {shortcode}

Uppgötvaðu bestu áfangastaði til að heimsækja í Gdansk

Distanation 1
Sub Distanation 1
Distanation 1
Distanation 2
Sub Distanation 2
Distanation 2
Distanation 3
Sub Distanation 3
Distanation 3
Distanation 4
Sub Distanation 4
Distanation 4
Distanation 5
Sub Distanation 5
Distanation 5

Ans

Ans2

Ans3
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.