preloader

Ferð fyrir 60+
til Salou

28. apríl 2025 í 2 vikur
með Kristínu Tryggva

Gist verður á Olympus Palace sem er staðsett á besta stað í bænum Salou

Salou er vinsælasti áfangastaður Costa Dorada, 100 km sunnan við Barcelona. Breiðar strendur Salou teygja sig frá Cape La Pineda í norðri til ferðamannabæjarins Cambrils í suðri. Frá maí til október er nóg að gera, þá eru þúsundir ferðamanna á götunum. Þú heyrir skálað í sangríu og finnur lyktina af paellu. Fallegasta gatan er full af margvíslegum börum, veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem teygja sig meðfram átta kílómetra langri ströndinni.

Kristín Tyggvadóttir er þaulvanur fararstjóri og einkar vinsæl. Kristín hóf störf hjá íslenskri ferðaskrifstofu vorið 1998 sem fararstjóri erlendis. Kristín hefur unnið við fararstjórn á Spáni og Kanaríeyjum allt árið um kring s.l. 24 ár og einnig farið í sérferðir til Grikklands, Tyrklands, Lettlands, Búdapest, Slóveníu, Kúbu o.fl. staða. Ferðalög eru eitt af aðal áhugamálum Kristínar ásamt útiveru og samverustundum með góðu fólki. Kristín hefur starfað fyrir Aventura síðan 2021.

INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR

Innifalið
Annað

Hótel

Hotel Olympus Palace er í 5 mínútna göngufæri frá Levante ströndinni á Salou. Þetta er huggulegt hótel á góðum stað í bænum, stutt er í alla þjónustu. Á hótelinu er rúmgóður hótelgarður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu, einnig er sundlaug á þaki hótelsins sem er einungis ætluð fullorðnum.

Herbergin er loftkæld með sjónvarpi, öryggsihólfi, hárþurrku og litlum ísskáp.

Fjölbreytt skemmtun á kvöldin.

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.