Vinsamlegast hafið samband við Aventura
í síma 5562000 til að bóka í ferðina
Við byrjum í bænum Bassano del Grappo sem er falinn gimsteinn á norður Ítalíu þar sem áin Brenta rennur í gegn. Heillandi gamli bærinn dregur að ferðamenn frá öllum heimshornum, Ponte Vecchio eða gamla brúin er helsta kennileitið en miðbærinn tengir þröngar götur og stræti við falleg torg, þar sem verslanir, barir og sögulegar byggingar eru á hverju horni. Hér er tilbakið að smakka grappa sem er ítalskt vínberjabrennivín og á rætur sínar að rekja í bæinn.
Haldið er til Lido de Jesolo sem er hefðbundinn ítalskur strandbær, með fallegri 15 kílómetra strandlengju þar sem röndóttar sólhlífar einkenna strandlífið. Þessi líflegi bær hefur heillað ferðamenn í áratugi. Hér kemur fólk til að njóta strandar og skemmta sér.
4 næturnar verður gist á 4 stjörnu BONOTTO HOTEL BELVEDERE ⭐️⭐️⭐️⭐️ BASSANO DEL GRAPPA
Hótelið er í rólegu hverfi, stutt frá miðbænum með útsýni yfir Monte Grappa. Á hótelinu eru 68 herbergi með loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, smábar, hárþurrku, þráðlausu neti og te/kaffi aðstöðu.
Seinni 3 næturnar verður gist á 4 stjörnu hótelinu á HOTEL SIRENETTA ⭐️⭐️⭐️⭐️ í LIDO DI JESOLO
Huggulegt hótel við fallega ströndina í Lido de Jesolo, fallegur sundlaugargarður og sérsvæði á ströndinni. Á hótelinu er veitingastaður með útsýni yfir ströndina. Herbergin eru í ljósum litum, þau eru loftkæld með svölum. Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind.
Þóra Katrín Gunnarsdóttir hefur starfað sem fararstjóri víða um heim en mest þó á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil. Hún vinnur í dag sem leiðsögumaður og hefur einnig starfað sem hjólaþjálfari í mörg ár og er einn af eigendum Hjólaskólans. Þóra Katrín veit fátt skemmtilegra en að ferðast um á hjólinu í góðum félagsskap og búa til skemmtilegar minningar.
Flogið frá Keflavík til Mílano með Icelandair
Flogið frá Mílanó til Keflavíkur með Icelandair
Hjólað frá hótelinu til Marostica, sem er þekkt fyrir taflborð í raunstærð. Meðfram hæðum sem eru umvafnar kirsuberjatrjám er komið til Breganze, svæði úrvalsvína, þekkt fyrir Torcolata sætvínið. Vínsmökkun með snarli áður en haldið er tilbaka til Bassano.
Hjólað við rætur Mount Grappa að þorpinu Paderno. Hjólað á sléttu og í halla með fallega fjallasýn. Haldið til Monfumo í gegnum hæðótt, fallegt landslag Prosecco vínekranna. Stoppað í léttan hádegisverð á ekta ítalskri vínekru með vínsmökkun og snarli. Hjólað tilbaka til Bassano á flötum sveitavegum framhjá rólegum þorpum.
Hjólað á flatlendi meðfram Adríahafinu til Punta Sabbioni bryggjunnar. Bátsferð til fallegu Feneyja með innlendri fararstjórn. Frjáls tími til að skoða borgina. Farið til baka til Punta Sabbioni og í rútu til hótels.