Þessi ferð til Króatíu er full af fjöri og dekri í mat og drykk og menningu innfæddra. Rafmagnshjóladagar sem henta öllum, meðfram kristaltærum sjó og heillandi klettavíkum, víðsvegar um fjöll, akra og sjarmerandi miðaldabæi; njóta og upplifa! Kayak dagur, vínsmökkun, sigling á páfuglaeyju, synt og snorklað í tæru Adríahafinu, ganga í þjóðgarði með páfuglum og heimsókn á ólífu- og kirsuberjabúgarð þar sem okkur er boðið í mat að hætti heimamanna í bakgarðinum.
Þessi ferð hentar fólki á öllum aldri sem finnst gaman að njóta lífsins með því að hreyfa sig létt og skemmtilega í fríinu: Rúlla á hjóli, ganga og sigla, kynnast menningu og mannlífi Króatíu og njóta náttúrufegurðar og stórbrotins útsýnis. Skelltu þér með okkur í þessa spennandi ferð!
Fararstjórar: Þóra Katrín Gunnarsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hjá Hjólaskólanum ásamt staðarhjólaleiðsögumönnum í Króatíu.
Fjöldi í ferð: Lágmark 15, hámark 20 manns.
Króatía er án efa einn fegursti áfangastaður Evrópu, þar sem sameinast á einum stað frábært veðurfar, einstök náttúrufegurð og ótrúleg yfir 3000 ára menning Adríahafsins, Í Króatíu finnur þú ótrúlegar strendur og tæran sjó, hringleikahús frá tímum Rómverja, aðlaðandi miðaldaþorp, akra og fjöll og einstaka matargerðalist.
Þóra Katrín og Erla hafa rekið Hjólaskólann frá árinu 2018. Frá þeim tíma hafa þær farið í fjölmargar hjólaferðir með hópa erlendis, m.a. til Mallorca, Madeira, Tenerife, Marokkó, Ítalíu og Króatíu. Þær hafa yfirgripsmikla reynslu úr ferðageiranum og hafa yfir áratuga reynslu af fararstjórastörfum erlendis ásamt vinnu við skipulagningu ferða hér heima og erlendis. Báðar starfa þær einnig sem ökuleiðsögukonur á Íslandi. Það skemmtilegasta sem þær gera er að njóta lífsins hjólandi í góðu veðri og skemmtilegri náttúru ásamt því að borða góða mat og njóta lífsins lystisemda í fjörugum hópi ferðalanga.
Þóra Katrín og Erla eru vanar að hjóla með fólki á öllum getustigum og hafa haldið hjólanámskeið um árabil bæði fyrir fullorðna og börn við góðan orðstír. Þær eru með hjólaþjálfararéttindi frá alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI) og einnig með þjálfararéttindi frá ÍSÍ ásamt réttindum frá PMBIA sem eru alþjóðleg þjálfara- og leiðsögumannaréttindi fyrir fjallahjól
Hjólað frá hótelinu, byrjum á að skoða fallegu borgina Pula, hringleikahúsið, minjar og kynnumst sögu staðarins. Hjólað áleiðis fallega leið meðfram sjónum, fallegar smábátahafnir og í gegnum akra og upp í sveit.
Hádegisverður á sveitabæ, úti í garði hjá “tengdó” (innifalinn)
Ólífubúgarður, ólífuolía, kirsuber og vínekrur
Bílferð til baka á hótelið
Frídagur