preloader
HEILSURÆKT HUGA,
LÍKAMA OG SÁLAR
Með Unni Pálmarsdóttur
á Kanarí 5. - 12. mars 2025

Ferðin er 5. - 12. mars 2025 til Kanarí – Maspalomas

Heilsurækt huga, líkama og sálar til Kanarí er endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun þar sem Unnur Pálmarsdóttir stýrir fjölbreyttri dagskrá sem inniheldur skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar  og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. 

Við förum morgungöngur meðfram ströndinni, Fusion Pilates, Fitness Yoga, dönsum og njótum. Einnig verður styrktarþjálfun í tækjasal, teygjur og fleira. Unnur verður með fyrirlestra sem fjalla um bætta lýðheilsu, markmiðasetningu, uppbyggingu sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, núllstilla hugann, minnka streituna og lifa í núinu.

Tilgangur er einnig að fræðast um bætt lífsgæði og stunda heilsurækt og líkamsrækt undir berum himni.  Ávinningur starfsmanna er endurmenntun á sviðið starfsþróunar, heilsuræktar,  fræðslu og hvernig er hægt að minnka streitu í lífi og starfi. Unnið er með hvernig  hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags og bæta samskipti á  vinnustað. Ferðin er upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að  vinna sig frá streitu, núllstilla sig. Fyrirlestrar eru fræðandi og fjalla um bætta heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu.  
Ferðin er fyrir alla aldurshópa, heilsuræktarunnendur og einnig þá sem hafa greinst með slit- og vöðvagigt og fleira. 

Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins.

Hún hefur kennt hóptíma og þjálfað landsmenn í yfir 32 ár. Hún er með MBA gráðu frá H.Í., diplómanámi í mannauðsstjórnun og M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun.

Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta lífsins, stunda heilsurækt undir berum himni, Pilates, Yoga, gönguferðir, dans, fyrirlestrar, skoðunarferðir um eyjuna fögur og sameiginlegt borðhald í lok ferðarinnar.

Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað Pilates, Yoga, dans eða stundað heilsurækt og hreyfingu. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batteríin í lífinu.

Einkunnarorð Unnar eru gleði, hamingja og við eigum aðeins einn líkama. Því er mikilvægt að huga vel að líkama og sál

HÓTELIÐ BULL VITAL SUITES & Spa Boutique Hotel - Adult only

Dvalið verður á hinu huggulega BULL Vital Suites sem er góð 4ra stjörnu gisting við  Maspalomas golfvöllinn. Hótelið hentar vel fyrir golfiðkendur. Hótelið er vel staðsett, á góðum stað nálægt Maspalomas sandöldunum frægu. Stutt er í alla þjónustu og eru veitingastsaðir og barir í næsta nágrenni.

Á hótelinu eru notalegar og rúmgóðar svítur.  Í  svítunum er svefnherbergi með hjónarúmi og svefnsófa í stofu. Svíturnar eru llar með svalir eða verönd, þær eru loftkældar með sjónvarpi, síma, smábar, hárþurrku og öryggishólfi (gegn gjaldi).

Frítt þráðlaust net er á hótelinu.

Garðurinn er suðrænn og gróskumikill, með góðri sólbaðsaðstöðu. Heilsulind hótelsins tekur vel á móti þér með margskonar líkamsmeðferðum. Á hótelinu er vel búin líkamsrækt

Fjöldi stéttarfélaga veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu eða endurmenntun. Kynntu þér þín réttindi, kannaðu styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það sé fyrir þessa ferð. Sendu á unnur@aventura.is til að fá fylgiskjöl til að sækja um styrk

Bull Vital Suites & Spa – Boutique Hotel & Adults Only – Heilsuferð

Gran Canaria, Playa del Ingles

Reykjavík

Gran Canaria

5. – 12. mars 2025

7 nætur

Verð á mann:

274 900 ISK

Innifalið í verði:

DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)

Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara.

Þátttaka í dagskrá er frjáls og ekki er skyldumæting.

Annað:

Playa Del Ingles

Þekktasti áfangastaðurinn á Kanarí er án efa Playa del Ingles eða „enska ströndin“. Líflega Playa del Ingles hefur upp á svo margt að bjóða, fallega strönd, huggulega veitingastaði og úrval verslana. Fyrir þá skemmtanaþyrstu er af nægu að taka í næturlífinu, hvort sem það er töff næturklúbbar, lifandi tónlist eða kabarett, þú finnur það á Playa del Ingles. Hvort sem þú vilt dvelja í Kasbah hverfinu eða nær Yumbo verslunarmiðstöðinni þá eigum við gistingu fyrir þig.

Meloneras

Sjarmi Meloneras er óneitanlegur. Á suðausturhluta eyjunnar er þessi fallegi staður þar sem flottar verslanir framúrskarandi veitingastaðir og gullfallegar strendur standa fyrir sínu. Hótelin eru glæsileg og mikið er um lúxus fjölskylduhótel þar sem allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi.

Maspalomas

Maspalomas er vel þekkt nafn vegna fallega vitans El Faro við enda strandarinnar og fallegu sandhólanna sem liggja að bænum. Maspalomas er rólegri en Playa del Ingles. Þar eru verslanir með merkjavöru og fyrsta flokks veitingastaðir, margir staðsettir við fallega ströndina. Falleg strandgatan er með verslunum, kokteilbörum og veitingastöðum, skemmtilegt er að ganga eftir henni að degi jafnt sem kvöldi.

SKEMMTILEGT AÐ GERA
Kíkja í Cocodrilo Park – Cocodrilo Park
Heimsækja Palmitos Park – Palmitos Park
Njóta dags Puerto Rico – Nánar um Puerto Rico

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.