preloader
Vertu, skapaðu, heilaðu
Jógaferð til Madeira
18. - 25. febrúar 2025
Fararstjóri Eva Björg Sigurðardóttir
Vinsamlegast hafið samband við Aventura í síma 5562000 til að bóka í ferðina

Jóga og heilsuferð til portúgölsku eyjunnar Madeira

Sjö nátta ferð til Madeira, Portúgals, þar sem áhersla er á líkamlega og andlega velferð þátttakenda. Við munum stunda jóga út í náttúrunni, fara í endurnærandi gönguferðir og læra um áhrif áfalla á líkamann.

Hver dagur byrjar á morgunjóga þar sem unnið er með orkustöðvar líkamans og hver dagur þannig tengdur ákveðnum þema. Við byrjum á grunninum og byggjum svo ofan á. Seinni partinn er svo fræðsla um áhrif áfalla á líkamann og kennir fararstjóri ferðarinnar, Eva Björg Sigurðardóttir, æfingar sem nota má til þess að koma betra jafnvægi á taugakerfið. Rólegt jógaflæði er svo einnig í boði á kvöldin.

Við munum svo að sjálfsögðu skoða okkur um á þessari fallegu eyju og njóta að fara vítt og breitt um í því milda veðurfari og einstaka landslagi sem þarna má finna.

Fararstjórinn

Eva Björg Sigurðardóttir er uppeldisfræðingur, rithöfundur og jógakennari sem hefur árum saman haft mikinn áhuga á útivist, hreyfingu og heilsu. Áhuginn jókst þó til muna er hún lenti í bílslysi árið 2014 sem krafðist að hún þurfti að leita leiða til að minnka bæði líkamleg eymsli sem hrjáðu hana dagsdaglega, og kvíðann sem dúkkaði upp í kjölfar slyssins. Göngutúrar, líkamsrækt og jóga urðu stærri partur af hennar lífi, og enn í dag finnst henni magnað hversu víðtæk jákvæð áhrif róleg eða röskleg ganga í náttúrunni hefur á líkama og sál. Nýlega útskrifaðist Eva Björg úr námi í áfallajóga, en sú þekking sem hún öðlaðist í því styður nú vel við þessa ástríðu hennar. Önnur ástríða hennar eru svo ferðalög. Að kynnast nýrri menningu og nýjum stöðum, og sjá hvað gerir okkur mannfólkið, hvar sem við svo sem erum, ólík jafnt sem lík. Henni finnst því fátt betra en að sameina þetta allt, ferðalög, hreyfingu og útiveru. Þannig nær hún að endurhlaða batteríin, og næra og styrkja sál sína og líkama.

Sentido Galasol Madeira

Gist verður á hinu glæsilega fjögurra stjörnu hóteli, Sentido Galosol, sem er staðsett í Canico-de-baixo á suðurströnd Madeira. Hótelið er í einungis tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum, og frá því er einnig stutt í ýmsa afþreyingu og veitingastaði. Hótelið sjálft er byggt ofan á kletti, með stórbrotið útsýni út á Atlantshaf. Sentido Galosol er fyrsta hótel eyjunnar þar sem sjálfbærir starfshættir eru í fyrirrúmi og hefur það unnið til fjölmargra verðlauna. Komdu með okkur, njóttu þess að ná andanum, öðlast djúpa slökun og endurhlaða batterín á þessu frábæra hóteli. Jógatímarnir fara fram í æfingarsal hótelsins, og jafnvel stundum úti ef veður er gott og stemningin þannig.
Í frítíma er svo hægt að njóta annarra þæginda sem þarna má finna, svo sem heilsu-og líkamsmeðferða, annarrar heilsuræktar, fara í sund eða gufubað, nú eða gæða sér á fjölbreyttum og gómsætum veitingum.
Herbergin eru rúmgóð, með þægilegum rúmum, loftkælingu, öryggishólfi, flatskjá, síma og katli til að hita te og kaffi. Svalirnar, sem snúa út af hafi, eru svo tilvaldar til að nota til að slaka á og njóta.

Sentido Galasol hótelið á Madeira býður upp á líkamsræktarstöð, nuddþjónustu og snyrtimeðferðir. Það hefur 2 veitingastaði, 2 bari, 3 sundlaugar og víðáttumikið sjávarútsýni. Miðbær Funchal er í 20 mínútna akstursfjarlægð.

Herbergin á 4-stjörnu Galo Resort Hotel Galosol eru með svölum með víðáttumiklu sjávarútsýni. Þau eru einnig með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi og sérbaðherbergi með snyrtivörum. Öll herbergin eru með ókeypis WiFi.

Gestir geta notið úrvals slökunarmeðferða í heilsulindinni, þar á meðal steinnudd, fótsnyrtingu og hand- og snyrtimeðferð. Gestir geta einnig sótt hóptíma og yogatíma sem eru í boði. Köfunarmiðstöð er einnig í boði.

Hótel Galosol er einnig með veitingastað sem framreiðir staðbundna og alþjóðlega matargerð sem hægt er að njóta á veröndinni með útsýni yfir hafið.

Galo Resort er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum á Madeira.

Fjöldi stéttarfélaga veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu eða endurmenntun. Kynntu þér þín réttindi, kannaðu styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það sé fyrir þessa ferð. Sendu á unnur@aventura.is til að fá fylgiskjöl til að sækja um styrk.

Innifalið í verði:

DAGSKRÁ (birt með fyrirvara um breytingar)

Flogið með Play frá Keflavík klukkan 09:00 og lent í Madeira 13:55

Rúta býður fyrir utan flugvöllinn sem ferjar okkur á hótelið. Áætluð koma þangað er upp úr klukkan 15:00

Þegar allir hafa innritað sig á hótelið og komið sér fyrir er kynningarfundur með fararstjóra. Komandi vika er rædd og kynningarbæklingi ásamt smá glaðningi útdeilt

Klukkan 20:00 er rólegur sómatískur jógatími í hótelgarðinum þar sem okkur gefst tækifæri á að kynnast og skilja líkama okkar betur án þess að leggja sérstaka áherslu á að jógastöðum séð náð á ákveðinn máta

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00.

Hver morgunjógatími mun vinna með eina af sjö aðal orkustöðvum (chakras) líkamans og mun það þema svo endurspeglast í restinni af okkar degi. Þennan fyrsta morgunjógatíma verður unnið með rótarstöðina. Þá er gott að skoða þætti á borð við hvað veitir okkur öryggi, nú eða óöryggi, fjármál, næringu og fjölskyldu. Við byrjum á grunninum, styrkjum hann, en með því verðum við svo fær um að byggja ofan á

Klukkan 13:00 er sameiginlegur hádegisverður þar sem rótarþema dagsins fær vonandi einhvern grunn. Að hádegisverði loknum verður rölt um helsta nágrenni hótelsins og svæðið sem við munum dvelja á næstu daga skoðað frekar

Frá klukkan 19:30-20:00 er fræðsla um rótarstöðina í sal á hótelinu og þema hennar tengd við áhrif áfalla á líkamann, og hvernig við getum unnið með þessa þætti

20:00-20:45 er jógatími í sama sal sem samanstendur af öndunaræfingum, mjúku jógaflæði og leiddri hugleiðslu. Við förum einnig með möntrur sem styrkja orkustöðina

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00

Nú er unnið með magastöðina, en hún er miðstöð sköpunargáfu, tilfinninga, sjálfstjáningu og unaðar. Magastöðin tengist frumefninu vatn

Hópurinn hittist í anddyri hótelsins um 13:30 og við röltum niður að bryggju þar sem við förum í höfrunga- og hvalaskoðunarferð. Vinnum nánar með magastöðina og hennar frumefni

Frá klukkan 19:30-20:00 er fræðsla um magastöðina í sal á hótelinu og þema hennar tengd við áhrif áfalla á líkamann, og hvernig við getum unnið með þessa þætti

20:00-20:45 er jógatími í sama sal sem samanstendur af öndunaræfingum, mjúku jógaflæði og leiddri hugleiðslu. Við förum einnig með möntrur sem styrkja orkustöðina.

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00

Nú er unnið með orkustöðina sólarplexus, en hún er kjarni sjálfsmyndar, egós og persónuleika. Stöðin meltir allt sem kemur til okkar, mat, hugsanir og tilfinningar. Hún tengist frumefninu eldur.

Frá klukkan 19:30-20:00 er fræðsla um orkustöð dagsins i sal á hótelinu, og þema hennar tengd við áhrif áfalla á líkamann og hvernig við getum unnið með þessa þætti

20:00-20:45 er jógatími í sama sal sem samanstendur af öndunaræfingum, mjúku jógaflæði og leiddri hugleiðslu. Eftir jógatímann gæðum við okkur á kamillu-, engifer og/eða túrmerik te, en það styður við sólarplexusinn og meltingarfærin okkar. Við förum einnig með möntrur sem styrkja orkustöðina.

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00

Nú er unnið með hjartastöðina, en hún er staðsett nálægt hjarta og lungum og tengist frumefninu loft. Hjartastöðin er miðstöð sjálfsins og hjálpar þér að finna fyrir samkennd, virðingu, örlæti og trausti. Hún hjálpar þér að tengjast öðrum

Klukkan 13:30 er heimsókn í Madeira Botanical Gardens, en eitt af því sem styrkir hjartastöðina er að eyða tíma í náttúrunni og sinna garðinum og þetta svipar því í áhrifum.

Frá klukkan 19:30-20:00 er fræðsla um orkustöð dagsins í sal á hótelinu og þema hennar tengd við áhrif áfalla á líkamann, og hvernig við getum unnið með þessa þætti

20:00-20:45 er jógatími í sama sal sem samanstendur af öndunaræfingum, mjúku jógaflæði og leiddri hugleiðslu. Við förum einnig með möntrur sem styrkja orkustöðina

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00

Nú er unnið með hálsstöðina, sem er staðsett í hálsinum og stýrir heyrn, rödd og tali. Stöðin er sköpunartjáningin þín og hefur áhrif á sjálfstraustið þitt

Klukkan 13:00-15:00 verður eitthvað dekur í tilefni konudagsins

Frá klukkan 19:30-20:00 er fræðsla um orkustöð dagsins í sal á hótelinu. Við munum ræða um samskipti, sjálfsmynd og sjálfstraust

20:00-20:45 er jógatími í sama sal sem samanstendur af öndunaræfingum, mjúku jógaflæði og leiddri hugleiðslu. Við förum einnig með möntrur sem styrkja orkustöðina

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00

Nú verður unnið með ennisstöðina, sem er staðsett á milli augabrúnanna og er innsæisstöðin þín. Hún styður tilfinningalega og andlega greind, og er tenging milli líkama og huga

Beint eftir jóga, frá 10:00-10:45 er fræðsla um orkustöð dagsins í sal á hótelinu og þema hennar tengd við áhrif áfalla á líkamann, og hvernig við getum unnið með þá þætti. Frjáls dagur frá 10:00-19:00

Á milli 19:00-20:30 er lokahóf ferðarinnar

Morgunjóga og öndunaræfingar frá klukkan 09:00-10:00

Nú verður unnið með höfuðstöðina, en hún er staðsett efst á hvirfli (eða jafnvel örlítið ofar). Höfuðstöðin er talin vera uppspretta allra orkustöðva og hliðið að hreinni meðvitund

Frá klukkan 10:00-10:30, í framhaldi af jógatímanum, er fræðsla um orkustöðina og rætt um það sem gefur okkur innblástur/nærir okkur.

Tökum rútu frá hótelinu klukkan 12:00 og erum komin upp á flugvöll Madeira um 12:30.

Flogið er heim með Play klukkan 14:55 og lent í Keflavík klukkan 20:20 á staðartíma

Magnaða eyjan Madeira

Madeira, þekkt sem perla Atlantshafsins, hefur stórkostlegt landslag og einstakt suðrænt veðurfar, þar skín sólin nánast allt árið um kring.

Þessi eldfjallaeyja er vinsæll áfangastaður allt árið um kring og er eyjan þekktust fyrir Madeira vínið ásamt náttúrufegurð, fjölbreyttum gróðri og miklu dýralífi en lárviðarskógur á eyjunni er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Falleg litrík blóm og gróður setja lit sinn á þessa fallegu eyju.

Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja, gamli bærinn er notalegur, skemmtilegir markaðir og handverskbúðir ásamt kaffihúsum og veitingastöðum.

Vestan við Funchal er Lido svæðið, sem er mesta ferðamannasvæðið þar sem flest hótelin eru. Lido svæðið er í göngufæri frá Funchal.
Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru í Funchal eins og Forum Madeira og Madeira Shopping en þar má finna þekkt vörumerki.

Madeira tilheyrir Portúgal en er með sjálfstjórn, þar búa um 300.000 manns

Funchal Marina. Madeira er vinsæll áfangastaður fyrir skemmtiferðaskip sem leggjast þar að höfn á leið sinni um höfin.

Marina Do Funchal
Funchal

Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja.

Flogið

Flogið er til Madeira með flugfélaginu Play frá október til maí

Af hverju Madeira?

Cabo Girao
Monte Palace
Pico do Arieiro
Botanical Garden
Sao Lourenco
Porto Moniz
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.