Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.
Adria – Hótel fyrir 60+
Adria – Hótel fyrir 60+
Adria – Hótel fyrir 60+
Dagskrá
DAGUR 1, 1. maí 2025
Koma til Prag, farið í rútu á Hotel Adria
DAGUR 2, 2. maí 2025
Klukkan 10:00 Gönguferð um bæinn með íslenskri fararstjórn.
DAGUR 3, 3. maí 2025
Sameiginlegur kvöldverður
DAGUR 4, 4. maí 2025
Brottför frá Prag
Innifalið
Flug með 20 kg tösku
Akstur til og frá flugvelli
Gisting á Hotel Adria með morgunverði
Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
Gönguferð með íslenskri fararstjórn
Sameiginlegur kvöldverður án drykkja
Ekki innifalið
Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli
Aðrar skoðunarferðir
Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið
Annað
Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.