preloader

Sælkeraferð
til Sikileyjar

15. – 25. september 2025
Fararstjóri Berglind Guðmundsdóttir

Upplifðu óviðjafnanlega sælkeraferð til Sikileyjar með Aventura!

Sannkölluð sælkeraferð til Sikileyjar, stærstu eyju Miðjarðarhafsins, þar sem einkar góð matargerð, rík saga og hefðir eru í fyrirrúmi. Sikiley er þekkt fyrir eitt hæsta virka eldfjall Evrópu sem er Etna, þægilegt Miðjarðarhafslofslag er á eyjunni og skemmtileg menning heimamanna gerir eyjuna að vinsælum ferðamannastað.

Dagskrá ferðarinnar er fjölbreytt og við kynnumst hefðbundnum sikileyskum mat, þetta verður veisla fyrir bragðlaukana!

Fyrri hluta ferðar verður gist í Giardini Naxos á Hotel Caesar Palace, seinni hluta ferðar verður gist í Cestellammare del Golfo á Hotel La Piazzetta.

Fararstjóri ferðarinnar er Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi

Berglind Guðmundsdóttir er matgæðingur mikill og sérlegur aðdáandi Ítalíu. Berglind hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið og sjónvarpsþætti um mat og matargerð. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig. Berglind er mikil áhugamanneskja um Ítalíu og gerði ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýndi okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða.

Ferðatilhögun

15. september 2025

Flogið frá Keflavík til Rómar með Icelandair og áfram til Catania á Sikiley með ITA Airways.

25. september 2025

Flogið frá Palermo til Rómar með ITA Airways og áfram til Keflavíkur með Icelandair

Hotel Caesar Palace
Hotel Caesar Palace
Hotel Caesar Palace
Hotel La Piazzetta
Hotel La Piazzetta
Hotel La Piazzetta
Innifalið
Dagskrá

ATH – Breytingar á dagskrá geta átt sér stað

Ekki innifalið
Annað
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.