Belek er einn vinsælsti golf- áfangastaður í heimi, enda býður hann glæsilegt úrval hótela, golfvalla, veitingastaða og skemmtunar, allt á einum stað í stórkostlegu umhverfi við ströndina. Vorin eru besti tími ársins til að heimsækja þessa einstöku golfparadís, og Aventura býður nú bein flug til Antalya, þaðan sem er aðeins hálftímaakstur til Belek.
Hótelið
Cornelia De Luxe Golf Resort & Spa – All Inclusive
Glæsilegt 5 stjörnu hótel við golfvöllinn
Cornelia De Luxe Resort er staðsett á stórkostlegum stað við ströndina og er frábær kostur fyrir afslappandi frí með öllu inniföldu.
Hvort sem þú ert að koma sem hópur, fjölskylda eða par, mun ótrúlegt magn af aðstöðu á þessum 5* stað tryggja að það sé eitthvað fyrir alla.
Herbergin eru hugguleg og vel búin og snúa út í garðinn.
Hótelgarðurinn er stór og góður, þar eru 7 sundlaugar, þar af 2 barnalaugar, lítill vatnagarður, næg sólbaðsaðstaða. Yfir vetrartímann eru útilaugar og vatnsrennibrautir lokaðar.
Á aðalveitingastað hótelsins er hlaðborð fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Hægt er að greiða aukagjald fyrir að borða á A la carte veitingastöðum.
Það er hægt að stunda hinar ýmsu íþróttir á hótelinu ásamt golfi, líkamsrækt, körfubolti, pílukast, borðtennis og gegna gjaldi, tennis, blak og keilusalur er á hótelinu.
Glæsilegur kostur í Belek. Antalya-flugvöllur er 35 km frá Cornelia De Luxe Resort og miðbær Antalya er í 45 km fjarlægð.
Golfvellirnir
4 hringir spilaðir á Nick Faldo vellinum
18 holur spilaðar á King Course.
1 hringur spilaður á Carya
Einn glæsilegasti völlurinn á svæðinu
1 hringur spilaður á National
Flottur völlur sem opnaði 1994, liggur í gegnum skóg furutrjáa með Taurus fjallgarðinn í bakgrunni
1 hringur spilaður á Lykia
Glæsilegur völlur með stórfenglegu útsýni yfir Miðjarðarhafið
Innifalið
Akstur til og frá flugvelli
20 kg taska
Flutningur á golfsetti
7 golfhringir
Akstur til og frá golfvelli
Ekki innifalið
Golfbíll - hægt er að leigja 50 EUR fyrir 18 holur
Antalya er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Tyrklandi þar sem yfir 10 milljónir ferðamanna heimsækja svæðið ár hvert. Antalya er 8. stærsta borgin í Tyrklandi og er íbúafjöldinn um 1.2 milljón. Borgin á sér langa sögu og eru rústir Rómverja vel sýnilegar í gamla bænum. Borgin sem fyrst hét Attaleia og var stofnuð árið 150 fyrir Krist af gríska konungsins Attalus II hefur einnig tilheyrt Rómverjum, Byzantine stórveldinu, Seljuc stórveldinu, Ottómönnum í yfir 500 ár, Ítölum eftir fyrri heimstyrjöldina og það var svo 1923 að borgin varð tyrknesk þegar Tyrkland öðlaðist sjálfstæði undir forystu Mustafa Kemal Ataturk, fyrsta forseta Tyrklands.
Í skjóli Taurus fjallgarðsins er þessi fallega borg varin norðanvindum og er því einstaklega veðursælt á svæðinu. Í Antalya er helst ræktaðir sítrusávextir, ólífur, bómull og bananar.
Kaleici sem er gamli bærinn, hefur einstakan sjarma, þröng stræti sem liggja að smábátahöfninni og gamlar byggingar setja svip sinn á bæinn. Fyrir ofan smábátahöfnina er svo aðaltorg borgarinnar Cumhuriyet Square, á íslensku lýðveldistorgið, þar sem gamli bærinn mætir nýja bænum en borgin er byggð umhverfis gamla bæinn Kaleici. Leifar frá Ottómönnum, Seljúkum og Bizantinum má víða finna í Kaleici, ásamt grískum arkitektúr frá fornum tíma en 5 grískar rétttrúnaðarkirkjur eru í Kaleici.
Antalya er frábær blanda af fallegum hvítum ströndum og hefðbundinni tyrkneskri menningu
Sign in
Sign up
Sign in to your account
Create an account
Sign Up
Reset Password
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.