preloader

Kaupmannahöfn

Leyfðu Kaupmannahöfn að umvefja þig með öllum sínum gersemum og sjarma fyrir unga sem aldna.

Þetta er afslöppuð borg sem er sem ævintýraheimur fyrir flesta gesti – ekki einvörðungu vegna þess að þetta er fæðingarstaður Hans Christians Andersens. Ferðamenn hvaðanæva úr heiminum eru yfir sig hrifnir af Kaupmannahöfn vegna þess að þar samtvinnast hefðir og nýjungar.

Það tekur ekki langan tíma fyrir ferðamenn að heillast af því hversu einstök borgin er, hversu vel tekst til við að samtvinna ólíkan stíl: stilla saman rólegheit og lífleika og nútímann og hið forna. Í borginni er ógrynni safna, ævintýra H.C. Andersens að ógleymdum aragrúa reiðhjóla. Þá hafa heimamenn fyrir lifandis löngu kosið tveggja hjóla farartæki fram yfir bíl og hjóla um borgina í hvernig veðri sem er í hvernig fötum sem er.

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.