Edinborg er höfuðborg Skotlands, borgin er heillandi og falleg og sameinar gamla tíma og nýja á einstakan hátt. Sögulegir staðir eins og Edinborgarkastalinn, Royal Mile, Edinburgh Dungeons og Scott Monument eru vel þess virði að heimsækja en mikið er um byggingar í miðaldarstíl sem blandast við nýtískulegar byggingar í þessari skemmtilegu borg.
Á aðalverslunargötunni Princes Street er mikið úrval verslana eins og H&M, Primark, Top Shop, Clarks, New Look og fleiri. Skammt frá er George Street þar meira eru um hönnunar og merkjavörubúðir. Á Rose Street sem er næsta gata við Princes Street má svo finna mikið af veitingastöðum og ekta skoskum börum þar sem tilvalið er að tylla sér og spjalla við heimamenn.
Mikið erum fallega garða í Edinborg t.d Princes Street Gardens, Royal Botanic Garden, Queen Street Gardens og fleiri. Á aðventunni er einstaklega skemmtilegt að ferðast til Edinborgar en skemmtilegt jólaþorp og tívolí setur svip sinn á borgina á þeim tíma. Stuttar vegalengdir í borginni henta vel fyrir stutta borgarferð til Edinborgar.
Skemmilegar staðreyndir um Edinborg
Edinborgarkastali er byggður á virku eldfjalli.
Edinborg er fyrsta borgin í heiminum sem stofnaði slökkvilið.
Edinborg hefur 112 garða og fleiri tré miðað við höfðatölu en nokkur önnur borg í Bretlandi.
Sign in
Sign up
Sign in to your account
Create an account
Sign Up
Reset Password
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.