Sannkölluð sælkeraferð til Sikileyjar, stærstu eyju Miðjarðarhafsins, þar sem einkar góð matargerð, rík saga og hefðir eru í fyrirrúmi. Sikiley er þekkt fyrir eitt hæsta virka eldfjall Evrópu sem er Etna, þægilegt Miðjarðarhafslofslag er á eyjunni og skemmtileg menning heimamanna gerir eyjuna að vinsælum ferðamannastað.
Dagskrá ferðarinnar er fjölbreytt og við kynnumst hefðbundnum sikileyskum mat, þetta verður veisla fyrir bragðlaukana!
Fyrri hluta ferðar verður gist í Giardini Naxos á Hotel Caesar Palace, seinni hluta ferðar verður gist í Cestellammare del Golfo á Hotel La Piazzetta.
Berglind Guðmundsdóttir er matgæðingur mikill og sérlegur aðdáandi Ítalíu. Berglind hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið og sjónvarpsþætti um mat og matargerð. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig. Berglind er mikil áhugamanneskja um Ítalíu og gerði ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýndi okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða.
Flogið frá Keflavík til Rómar með Icelandair og áfram til Catania á Sikiley með ITA Airways.
Flogið frá Palermo til Rómar með ITA Airways og áfram til Keflavíkur með Icelandair
Koma til Catania, farið á Hotel Caesar Palace
Heimsókn til Syracuse, gengið um bæinn og helstu kennileiti skoðuð eins og stórfenglegt Cathedral, gosbrunnurinn Arethusa og heillandi eyjan Ortigia sem er miðbær Syracuse.
Seinni partinn verður stoppað í matarsmökkun hjá heimamanni þar sem bragðað verður á Cannolo Siciliano, sem er gómsætt sikileyskt sætabrauð, fyllt með sætri ricotta fyllingu. Heimamenn trúa á “Cannolo-therapy” og fáum við að heyra hvað felst í henni.
Gengið í fótspor “The Godfather”. Farið til Savoca sem er einn tökustaður myndarinnar Guðfaðirinn. Við njótum þess að smakka Sikileyskan granita eftirréttardrykk á Vitelli Bar eða á sambærilegum stað. Í framhaldi er haldið til þorpsins Forza D’Agro. Heimamenn eru stoltir af sögu, menningu og hefðum bæjarins sem er laus við stress og áreiti nútímans.
Við færum okkur á vesturhluta eyjunnar og stoppum á leiðinni í Celafu tökum göngutúr eftir líflegu göngugötunni. Hádegisverður verður borðaður í Madonie Geopark þar sem við njótum fersks hráefnis. Farið á Hotel La Piazzetta í Castellammare Del Golfo.
Dagurinn í dag er tileinkaður sikileyskum venjum og hefðum. Við förum með hefðbundinni sikileyskri fjölskyldu á Ballaro markaðinn í Palermo og kaupum hráefni sem við matreiðum síðar úr á matreiðslunámskeiði. Frábær upplifun, fordrykkur, matreiðslunámskeið, 5 rétta máltíð ásamt víni og vatni með ekta sikileyskri fjölskyldu.
Byrjum daginn í Marsala sem er fimmta stærsta borg Sikileyjar. Borgin er þekktust fyrir að Giuseppe Garibaldi kom á land í Marsala 11. maí 1860 (Expedition of the Thousand) og ekki má gleyma Marsala víninu, sem er þekkt um heim allan, bragðið svipar til púrtvíns eða sherry. Vínið er smakkað með léttum hádegisverði hjá innlendum framleiðanda í borginni. Seinnipart dags er heillandi Medieval Erice heimsótt, eftir smökkun goðsagnakenndu möndlukökum Maria Grammatico.
Frjáls dagur, gott að hvíla sig í sólinni og njóta síðasta dagsins.
Brottför frá Palermo, flogið til Rómar og þaðan til Íslands
ATH – Breytingar á dagskrá geta átt sér stað