Glæsileg ferð þar sem bæði er siglt um fallegt Adríahafið og hjólað í einstakri náttúrufegurð um eyjar Króatíu. Einstök ferð sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Upplifðu Króatíu eins og hún gerist best.
Ferðin byrjar á því að gist verður í Split í 2 nætur áður en haldið er um borð í snekkjuna Seagull sem er glæsileg með loftkældri borðstofu með bar og sólpalli með bekkjum. Siglt verður frá 10.5 – 17.5. Síðustu 2 næturnar er dvalið í Split.
Hótel
Gist verður á Art Hotel í Split fyrir og eftir siglingu, hótelið er 4 stjörnu og einkar huggulegt, á þaki hótelsins er sundlaug og aðstaða til sólbaða með glæsilegu útsýni yfir borgina.
Fararstjóri ferðarinnar er Þóra Katrín Gunnarsdóttir
Þóra Katrín Gunnarsdóttir hefur starfað sem fararstjóri víða um heim en mest þó á Ítalíu þar sem hún bjó um árabil. Hún vinnur í dag sem leiðsögumaður og hefur einnig starfað sem hjólaþjálfari í mörg ár og er einn af eigendum Hjólaskólans. Þóra Katrín veit fátt skemmtilegra en að ferðast um á hjólinu í góðum félagsskap og búa til skemmtilegar minningar.