Marrakech, þessi magnaða og seiðandi borg er blanda af gömlu og nýju
Dáleiðandi gamli bærinn Medina er fullur af iðandi mannlífi, souk markaðir setja lit sinn á bæinn þar sem heimamenn reyna sitt besta að selja varninginn sinn, handunnin teppi, framandi krydd, minjagripir og fleiri spennandi munir á góðum prís, ef þú kannt að prútta! Þröng stræti og götur með iðandi mannlífi, götusalar, kaffi og tehús heilla ferðalanga hvaðanæva úr heiminum og ekki má gleyma framandi kryddlyktinni sem svífur yfir. Torgið Jemaa el-Fnaa er fjölfarnasta torg borgarinnar en þar ríkir skemmtileg stemning þar sem nóg er um að vera, dansarar og listafólk af ýmsum toga leika listir sínar.
Marrakech er staðsett fyrir rætur Atlasfjalla, borgin er ein af fjórum keisaraborgum Marokkó. Borgin er þekkt sem Rauða borgin vegna rauðu sandsteinbygginga. Einkennandi fyrir borgina eru fallegar litskrúðugar flísar, fallegir garðar og framandi plöntur. Ferðastu aftur í tímann til þessarar dáleiðandi borgar og upplifðu öðruvísi menningu, einstaka gestrisni, líflega tónlist og bragðmikla marakóska matargerð.
Skemmtilegt að gera
Loftbelgjaferð
Reiðtúr á úlfalda
Quadhjólaferð
Ferð til Atlasfjalla
Sign in
Sign up
Sign in to your account
Create an account
Sign Up
Reset Password
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.