Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.
SKEMMTILEGT AÐ GERA Í PRAG
Ganga yfir Karlsbrúna sem er eitt aðaleinkenni Prag og dáðst að gamla bænum. Þetta er einn rómantískasti staðurinn í Prag og útsýnið yfir borgina er einstakt í ljósaskiptunum. Þetta er elsta brúin yfir Moldá og ein elsta steinbrú Evrópu. Brúin tengir miðbæinn við kastalahæðina.
Rölta meðfram Kastalanum í Prag sem er stærsta kastalabygging í heimi. Þessi stórkostlega bygging er 570 metra löng og 130 metra breið þannig að það tekur tíma að labba í kringum bygginguna.
Skoðaðu ótal turna Prag sem taldir eru vera um þúsund í borginni og á hver og einn sína heillandi sögu.
Kíktu á Stjörnuúrið við gamla ráðhúsið einnig þekkt sem Postulaklukkan, smíðað árið 1410 og eitt þekktasta stjörnuúr heims. Sjón er sögu ríkari.
Skoðaðu Vítusarkirkjuna sem er hluti kastalasamstæðunnar, hún er stærsta kirkja landsins og í henni voru konungar Bæheims krýndir.
Sign in
Sign up
Sign in to your account
Create an account
Sign Up
Reset Password
This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.