preloader

Madeira

Magnaða eyjan Madeira

Madeira, þekkt sem perla Atlantshafsins, hefur stórkostlegt landslag og einstakt suðrænt veðurfar, þar skín sólin nánast allt árið um kring.

Þessi eldfjallaeyja er vinsæll áfangastaður allt árið um kring og er eyjan þekktust fyrir Madeira vínið ásamt náttúrufegurð, fjölbreyttum gróðri og miklu dýralífi en lárviðarskógur á eyjunni er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Falleg litrík blóm og gróður setja lit sinn á þessa fallegu eyju.

Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja, gamli bærinn er notalegur, skemmtilegir markaðir og handverskbúðir ásamt kaffihúsum og veitingastöðum.

Vestan við Funchal er Lido svæðið, sem er mesta ferðamannasvæðið þar sem flest hótelin eru. Lido svæðið er í göngufæri frá Funchal.
Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru í Funchal eins og Forum Madeira og Madeira Shopping en þar má finna þekkt vörumerki.

Madeira tilheyrir Portúgal en er með sjálfstjórn, þar búa um 300.000 manns

Funchal Marina. Madeira er vinsæll áfangastaður fyrir skemmtiferðaskip sem leggjast þar að höfn á leið sinni um höfin.

Marina Do Funchal
Funchal

Funchal, heillandi höfuðborg eyjunnar er skemmtileg heim að sækja.

Flogið

Flogið er til Madeira með flugfélaginu Play frá október til maí

Af hverju Madeira?

Botanical Garden
Sao Lourenco
Porto Moniz
Cabo Girao
Monte Palace
Pico do Arieiro

Madeira á kortinu

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.