preloader

Costa Daurada

Costa Daurada er algjör paradís fyrir unnendur gullinna stranda. Á ströndinni er fínn sandur sem líkist kistum fullum af gulli og gimsteinum. Costa Dorada er þýðing úr katalónsku og merkir gullna ströndin. Hún teygir sig yfir 140 km frá bænum Vilanova i la Geltrú sem er vestan við Barcelona til lóna og hrísgrjónaakranna Ebro River Valley. Costa Dorada dregur nafn sitt af ströndum sínum með fína gullna sandinum og hafa margar þeirra hlotið viðurkenninguna blái fáninn. Stórkostlega gullströndin laðar að túrista hvaðanæva úr heiminum sem koma til að skoða Costa Dorada.

Salou er lítill bær í miðju Costa Dorada. Þar eru þó nokkrar strendur sem eru í rauninni ein strönd sem margir glæsilegir klettaveggir skilja að sem er mjög sjaldgæft. Á háannatíma koma margir ferðamenn og heimamenn til að njóta sandstranda Salou en sú vinsælasta er Playa de Levante. Þar eru græn pálmatré, fallegir göngustígar, flott hótel, dýrir veitingastaðir en líka ódýrari staðir. Frægu syngjandi gosbrunnarnir og aðrir áhugaverðir staðir Costa Dorada eru í göngufjarlægð frá Salou. Það eru aðeins nokkrir kílómetrar til eins stærsta skemmtigarðs í Evrópu – Port Aventura.

Salou er einstaklega fjölskylduvænn áfangastaður með fjölmarga afþreyingamöguleika fyrir börn og fullorðna. Fyrst ber að nefna skemmtigarðinn PortAventura sem er í aðeins nokkra mínútna akstursfjarlægð frá Salou. Aðrir afþreyingamöguleikar eru t.a.m. vatnagarðarnir Caribe og Aquapolis, bátsferð á bát með glerbotni, dagsferð til Barcelona, nú eða leikir og skemmtun á ströndinni. Í Salou eru einnig fjölmargir barir sem hafa sérstaka kvöldskemmtun fyrir bæði börn og fullorðna.

Cambrils

Cambrils var áður gömul fiskihöfn en er nú glæsilegur ferðamannastaður. Þar eru u.þ.b. 10 km af ströndum sem eru mjög vel hirtar. Það sem þessi staður hefur fram yfir aðra er hreini sjórinn, fallegar strendur og það hvað hann er afslappandi. Þetta gerir hann að fullkomnum stað fyrir fjölskyldufríið.

Staðurinn skiptist í þrennt: sögulegan hluta þar sem gömul hús frá miðöldum eru staðsett, höfnina þar sem hótelin eru og svo skemmtistaði. Það sem laðar ferðamenn helst að borginni er það hvað henni hefur tekist vel til við að blanda saman hinu gamla og því nýja.

Salou

Salou er vinsælasti áfangastaður Costa Dorada, 100 km sunnan við Barcelona. Breiðar strendur Salou teygja sig frá Cape La Pineda í norðri til ferðamannabæjarins Cambrils í suðri. Frá maí til október er nóg að gera, þá eru þúsundir ferðamanna á götunum. Þú heyrir skálað í sangríu og finnur lyktina af paellu. Fallegasta gatan er full af margvíslegum börum, veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum sem teygja sig meðfram átta kílómetra langri ströndinni.

Salou er einstaklega fjölskylduvænn áfangastaður með fjölmarga afþreyingamöguleika fyrir börn og fullorðna. Fyrst ber að nefna skemmtigarðinn PortAventura sem er í aðeins nokkra mínútna akstursfjarlægð frá Salou. Aðrir afþreyingamöguleikar eru t.a.m. vatnagarðarnir Caribe og Aquapolis, bátsferð á bát með glerbotni, dagsferð til Barcelona, nú eða leikir og skemmtun á ströndinni. Í Salou eru einnig fjölmargir barir sem hafa sérstaka kvöldskemmtun fyrir bæði börn og fullorðna.

Tarragona

Tarragona er höfuðborg samnefnds héraðs í suðurhluta Katalóníu. Borgin á sér langa sögu og hefur að geyma minjar sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.

Þessi rólega borg hefur áhugaverða forna sögu að segja sem heillar alla sem hafa áhuga á þjóðhátíðum og hátíðum yfirhöfuð, gullnum ströndum Costa Dorada og einstökum katalónska matnum.

Af hverju Salou?

Llevant ströndin
PortAventura
Tarragona Cathedral
Cala Penya Tallada
Roman Tarragona
Gosbrunnar Salou

Salou á kortinu

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.