preloader

Kanarí

Alltaf vinsæl

Aventura lætur sig ekki vanta á Gran Canaria, eða Kanarí. Þessi heillandi áfangastaður er vel þekktur hér á landi og nýtur ávallt vinsælda ár eftir ár. Gististaðir okkar eru fjölbreyttir allt frá 2ja stjörnu íbúðagistingar yfir í 5 stjörnu lúxushótel. Það er heillandi tilhugsun að stytta veturinn og njóta að dvelja á Kanarí yfir vetrarmánuði.

Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 40.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför. 

 Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.

 Flogið 1 sinni í viku fram í júní. Flugtíminn er um 5 klukkustundir og 40 mínútur.

 Gjaldmiðillinn á Spáni er evra.

 Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn gjaldi. Akstur getur tekið frá 20-40 mínútur, eftir því í hvaða bæ er gist og á hversu mörg hótel er ekið.

Playa Del Ingles
Þekktasti áfangastaðurinn á Kanarí er án efa Playa del Ingles eða „enska ströndin“. Líflega Playa del Ingles hefur upp á svo margt að bjóða, fallega strönd, huggulega veitingastaði og úrval verslana. Fyrir þá skemmtanaþyrstu er af nægu að taka í næturlífinu, hvort sem það er töff næturklúbbar, lifandi tónlist eða kabarett, þú finnur það á Playa del Ingles. Hvort sem þú vilt dvelja í Kasbah hverfinu eða nær Yumbo verslunarmiðstöðinni þá eigum við gistingu fyrir þig.

Meloneras
Sjarmi Meloneras er óneitanlegur. Á suðausturhluta eyjunnar er þessi fallegi staður þar sem flottar verslanir framúrskarandi veitingastaðir og gullfallegar strendur standa fyrir sínu. Hótelin eru glæsileg og mikið er um lúxus fjölskylduhótel þar sem allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi.

Maspalomas
Maspalomas er vel þekkt nafn vegna fallega vitans El Faro við enda strandarinnar og fallegu sandhólanna sem liggja að bænum. Maspalomas er rólegri en Playa del Ingles. Þar eru verslanir með merkjavöru og fyrsta flokks veitingastaðir, margir staðsettir við fallega ströndina. Falleg strandgatan er með verslunum, kokteilbörum og veitingastöðum, skemmtilegt er að ganga eftir henni að degi jafnt sem kvöldi.

SKEMMTILEGT AÐ GERA

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.