Tenerife hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga árum saman og ekki að furða, þar sem hér er að finna eitt besta loftslag í heimi, í aðeins 5 tíma fjarlægð frá Íslandi. Fallegar strendur, skemmtileg menning, einstök matargerð og líflegt mannlíf einkennir þessa huggulegu eyju sem ferðamenn heimsækja aftur og aftur.
Hvort sem þú vilt ferðast í sumar, haust eða yfir jólin þá er Aventura með ferðina fyrir þig – Mikið úrval fjölbreyttra gististaða er í boði frá 3 – 5 stjörnu á hagstæðum kjörum.
Hjá Aventura er staðfestingargjaldið einungis 40.000 kr fyrir hvern farþega og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför.
► Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.
► Innrituð taska 20 kg
► Flogið 3-4 sinnum í viku allt árið. Flugtíminn er um 5 klukkustundir og 40 mínútur.
► Gjaldmiðillinn á Spáni er evra.
► Akstur til og frá flugvelli er í boði gegn gjaldi. Akstur getur tekið frá 15-40 mínútur, eftir því í hvaða bæ er gist og á hversu mörg hótel er ekið.
Playa de las Americas Líflegasti áfangastaðurinn á Tenerife, og sá sem flestir sækja. Hér er úrval frábærra hótela, allt frá glæsilegum 5 stjörnu hótelum, í þægileg þriggja stjörnu hótel á frábæru verði. Hér finnur þú „Laugarveginn“, með öllum sínum verslunum og veitingastöðum, þar sem er auðvelt að eyða deginum í að skoða og njóta mannlífsins. Hér eru margir vinsælustu skemmtigarðarnir á eyjunni, bestu hótelin og veitingastaðirnir.
Los Cristianos Los Cristianos er án efa vinsælasti áfangastaðurinn á Tenerife fyrir þá sem sækja í frábært mannlíf, góða gististaði, úrval veitingastaða, rólegt yfirbragð, og fallegt umhverfi. Hér er frábært verðurfar allt árið um kring, enda er flóinn í skjóli og hér því stillt og hlýtt. Hér er að finna marga vinsælustu gististaði sem Íslendingar sækja í.
Costa Adeje Hér hefur nýjasta uppbyggingin átt sér stað á Tenerife. Glæsileg hótel, golfvellir og skemmtigarðar. Frábær aðstaða og glæsilegar strendur, svo sem Playa del Duque, með gullinn sand og gullfallegt umhverfi. Hér finnur þú mörg bestu hótel á eyjunni, glæsilegar verslunarmiðstöðvar eins og Siam Mall og Playa del Duque. Staðurinn fyrir þá sem gera miklar kröfur.
SKEMMTILEGT AÐ GERA
Skella sér í Siam Park og eyða deginum þar – Siam Park