Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
London

LONDON

London er vinsælasti áfangastaðurinn á Bretlandseyjum er kemur að helgarferðum. London er höfuðborg Stóra-Bretlands, virki enskra hefða og vinsælust meðal ferðamanna. London virkar eins og segull á ferðamenn. Allir finna ástæðu til þess að skella sér þangað í helgarferð. Sumir fara í skoðunarferð til þess að bera augum rauðu tveggja hæða strætisvagnana, rauðu símaklefana, hirðmenn drottningar við Buckingham-höllina, vaxmyndastytturnar í Madame Tussauds safninu, Tower-brúna, Big Ben og marga aðra áhugaverða staði.

Umfang heimsveldisins er áþreifanlegt víða; í mikilfenglegri byggingu Tower of London og Westminster Abbey, alvöruþrungnum fótatökum heiðursvarðanna við Buckingham-höll, í fjölda og stærð minjasafna og listasafna í borginni, í tignarleik Thames-árinnar. Jafnvel er ferjuhjólið, svokallað London Eye svo stórt að ef þetta auga hefði sjón þá myndi það alveg örugglega geta séð út í öll horn heimsins.

London er mjög auðþekkjanleg, þú getur ekki ruglað henni saman við neina aðra borg. Hér fara tveggja hæða strætisvagnar um göturnar. Hér er elsta neðanjarðarsamgöngukerfi heimsins, Tower-brúin, rauðir símaklefar og breskir lögregluþjónar með sína víðfrægu hjálma. Á sama tíma veit hin íhaldssama London hvernig á að vera skemmtileg. Það er goðsögn um næturlífið í borginni og að borgarpartíin séu talin þau skemmtilegustu og villtustu í allri Evrópu. Tónlistin dynur á óteljandi knæpum, veitingastöðum og dýrum næturklúbbum fram undir morgun. Því ekki að kaupa miða til London og fá tilfinningu fyrir þessu öllu?


Leyndardómar Lundúna


Að sjálfsögðu kaupa sér flestir ferð til Lundúna til þess að sjá og heimsækja Big Ben, Westminster, London Eye og svo mætti lengi telja. Það er alveg hægt að gera lista af áhugaverðum stöðum í London í langan tíma – ógrynni garða, safna og minnisvarða. Það er erfitt að velja einhvern einn stað úr og það er vandasamt að kanna alla borgina á einungis viku.

Það er ráðlegast að byrja á að skoða sig um í miðborginni. Flestir áhugaverðir staðir í London eru staðsettir á bökkum Thames-árinnar sem er rökrétt. Borgin byggðist upp út frá stærstu eyjunni á ánni. Allt svæðið í kringum Westminster byggðist upp fyrir mörgum öldum. Ef þú vilt kynnast hefðunum í London skaltu hefja ferðina frá Trafalgar-torgi og fara suður til Big Ben og Westminster Abbey. Einnig getur þú farið frá Vauxhall-brúnni og haldið áfram bakka Thames og farið í gegnum Westminster. Reynslumiklir ferðamenn segja að svæðið sé það lítið að hægt sé að ganga á milli allra þekktu staðanna.

Ef þú ert ekki á höttunum eftir því að sjá þessa staði eins og London Eye eða Tower-brúna þá er margt annað í boði. Það mætti t.d. nefna fótboltaleik. Það er sem heilög stund hjá Bretunum. Langar þig til þess að verða vitni að hinum brjálaða anda fótboltans og líða eins og eldheitum stuðningsmanni? Þá skaltu hiklaust fara á leik! Dreymir þig um óviðjafnanlegt útsýni yfir London? Farðu í flugferð yfir Thames-ána með Emirates-flugfélaginu. Adrenalínfíklar ættu alls ekki að missa af kláfferjunum á milli Greenwich Peninsula og Royal Victoria Dock. Þá má ekki gleyma öllum tónlistarhátíðunum í London! Lundúnabúar eru svo miklir aðdáendur tónlistarhátíða að engin vika dettur út í bresku höfuðborginni. Auðvitað fylgir hátíðunum að bjóða upp á hið hefðbundna enska snakk og bjór.


Næturlífið


Næturlífið í London heillar, m.a. fyrir allra hörðustu partíljón. Íhaldssemin og tilfinningasemin heldur alls ekkert aftur af Bretunum frá því að halda dansgólfinu heitu fram á morgun. Hvergi annars staðar er þvílíkur fjöldi bara og klúbba! Aðalklúbbastaðirnir í London - Soho og Leicester Square - taka á móti gestum alla vikuna. Ef þig langar að prófa eitthvað nýtískulegt og spennandi skaltu fara út fyrir miðborgina, t.d. til Hoxton eða Shoreditch í austurhluta Lundúna eða Brixton og Clapham suður af borginni. Þá rennur upp fyrir þér hversu frábært klúbbalífið í London er, sérstakir barir, heimsfrægir klúbbar og töfrandi næturljóminn.


Verslun


London laðar ekki einungis að ferðamenn vegna sögu og menningar heldur er þar einnig kærkomið tækifæri til að fylla ferðatöskurnar af fötum og öðrum varningi. London er ein af höfuðborgum tískunnar ásamt Mílanó og París. Allt vöruúrvalið í vesturhluta borgarinnar mun koma þér á óvart. Að ógleymdum öðrum hverfum með verslunarmiðstöðvum, búðum og mörkuðum á hagstæðara verði.

Aðalverslunargatan er Oxford-stræti þar sem öll helstu evrópsku vörumerkin eru til sölu. Á Regent-stræti er allt frá litlum leikfangaverslunum til stórra magasína, Carnaby-stræti er með tískufatnað fyrir unga fólkið, King's road með minni verslunum og flottum hönnunarbúðum. Picadilly með magasínum, bókabúðum og þá eru minjagripaverslanir auðvitað víða í London. Í Knightsbridge eru dýr og stór magasín og búðir og í Covent Garden er verðið viðráðanlegra á fötum og skóm í vinsælum vörumerkjum.

Í miðborg Lundúna eru verslanir opnar fá mánudegi til laugardags 10:00 til 18:00. Stærri verslunarmiðstöðvum er lokað síðar eða á bilinu 20:00-21:00. Á helstu ferðamannastöðum gætu búðir verið opnar á sunnudögum. Margir götumarkaðir spretta upp - Portobello, Borough, Brick Lane og Covent Garden.

Stóra-Bretland getur seint talist ódýrt, ekki frekar en höfuðborgin en það bægir ekki verslunarunnendum frá, sérstaklega ekki þegar útsölur standa yfir. Útsölur í London eru tvisvar á ári, vetrar- og sumarútsala. Vetrarútsölur byrja í lok nóvember og standa nánast fram á vor. Eftir jól er verulega góður afsláttur. Á aðventunni er afslátturinn 50-70% og eftir áramót fer hann upp í 90%. Þetta er því kjörinn tími til að fara í verslunarleiðangur til Lundúna!


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til Lundúna hvaðanæva úr heiminum, Bandaríkjunum, Evrópu o.s.frv. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Lundúna.
Flugvöllur: London Heathrow flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 30-40 mínútur (25 km).
Tungumál: Enska.
Tímabelti: Greenwich-tími.
Fólksfjöldi: Í kringum 8,9 milljónir.
Vegabréf: Vegabréf í gildi eða vegabréfsáritun er nauðsyn.
Vegabréfsáritun: Ekki þörf ef dvalið er í landinu skemur en sex mánuði.
Gjaldmiðill: Pund.
Þjórfé: Ekki innifalið en ráðlagt að gefa 10-15%. 
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Ekki innheimtur.
Vatn: Það er í lagi að drekka kranavatnið.
Rafmagn: 230 volt, þriggja pinna innstungur, þarf millistykki.


Líf og fjör í Lundúnum


Þegar komið er í helgarferð til Lundúna þarf að standast þá freistingu að þeysast til allra staðanna strax sem mann langar að sjá. Maður verður að trúa að til að ná að tengjast lífinu í borginni eins og það er þá er betra að gera það á annan hátt en úr glugga á rútu.

Hinn sanni heimamaður á sér líf á tveimur stöðum utan skrifstofunnar, á hverfispöbbnum og í almenningsgörðum borgarinnar. Eitt af mörgu sem þú skalt gera í London er að fá þér einn bjór eða tvo á einhverjum pöbb borgarinnar. Enskur pöbb er nákvæmlega það sem þú skalt heimsækja í London – ef ekki fyrir góðan mat þá fyrir stemmninguna. Pöbbarnir eru venjulega fullir af fólki á kvöldin á virkum dögum, sérstaklega föstudögum. Pöbbar skiptast í þá þar sem eingöngu er verið að fá sér drykk, þá sem bjóða upp á drykk og mat og þá þar sem drukkið er og dansað.

Almenningsgarðar eru svo úti um allt í London – það er varla til önnur höfuðborg í veröldinni með svo mörg græn svæði. Einn af frægustu görðunum er Hyde Park. Þú getur farið og fiskað á bát, sýnt fram á mælskuhæfileika þína á Shakespeare-horninu, fengið þér morgunverð í garðinum eða farið á hestbak.

Hefur þig ekki lengi dreymt um að sjá Buckingham-höllina eða að heimsækja setur Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju? Drukkið límonaði á grænum engjum Green Parks; það er áhugavert að skoða inngang Buckingham-hallar þaðan. Þá getur þú fylgst með vaktskiptum varða Buckingham-hallar sem eru daglega klukkan 11:30 á vorin og sumrin og eru síðan annan hvern dag á haustin og veturna. Áætlunin um það er hengd upp á stóra töflu rétt hjá höllinni. Þá sem langar að taka myndir af athöfninni án þess að trufla er bent á að fá sér sæti áður en hún hefst á grindverki við höllina.

Greenwich er lengdarnúllbaugur og er hann staðsettur í London. Samt sem áður er staðreyndin sú að það er borg í borginni. Þar er Greenwich-stjörnustöðin, Sjóminjasafnið(the National Maritime Museum), the Royal House með listasýningum og hinu magnaða seglskipi „Cutty Sark“ – sem er eitt af frægustu skipunum frá 19. öld. Hvað um það, þessi staður hefur öðlast miklar vinsældir vegna núllbaugsins. Það er tilvalið að stökkva á núllbauginn og taka mynd.

Vel á minnst, þú mátt ekki gleyma því að fara rúnt um London með hinum frægu tveggja hæða skærrauða strætisvagni og náðu bestu sætunum á efri hæðinni.


Þrjár staðreyndir um London


1. Hinn frægi Big Ben í London er ekki turn heldur þvert á munnmæli. Big Ben er bjölluturn sem er staðsettur í turninum sjálfum en hann er kallaður „Elizabeth“.

2. Núllbaugurinn liggur í gegnum Lundúnir og er hann einnig nefndur Greenwich eftir samnefndu hverfi borgarinnar. Við hann er tími heimsins miðaður. Þar fyrir utan er hann eiginlegur miðbaugur á lengdina og skiptir jörðinni í vestur- og austurhvel.

3. Það eru tvær tegundir af leigubílum í London – venjulegur og sá gamli hefðbundni. Til að fá leyfi til að keyra leigubíl þar þarf að standast mjög erfitt próf þar sem þú þarft að vita nánast allt um götur borgarinnar. Þess vegna nota leigubílstjórar þar ekki kort eða gps-tæki. Farðu og sannreyndu þetta!

London á korti