Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Heilsueflandi Gyðjuferð til La Gomera með Gyðu Dís

 

HEILSUEFLANDI GYÐJUFERÐ TIL LA GOMERA 10. JAN

 MEР GYÐU  DÍS

   FINNA FERÐ
   

Gyða Dís ætlar að leiða þig inn í undursamlega veröld jóga á La Gomera, þessari einstöku Kanaríeyju þar sem náttúrufegurðin er engu lík.

Haldið verður til La Gomera þann 10. janúar. Flogið er með flugfélaginu Play til Tenerife og þaðan er ferja tekin yfir til La Gomera, á Hotel Jardin Tecina ****.  Hótelið Jardin Tecina er eintaklega heillandi gististaður og þar ríkir rólegt og notalegt andrúmsloft. Mikið er um græn svæði sem tilvalið er að nýta fyrir jóga og slökun. Hér má fara í skemmtilega sýndarferð um hótelið.


Hún nýtur þessa að stunda jóga undir berum himni hvort sem það er í íslenskum skógi eða erlendis á fallegri strönd og hefur hún sett saman heillandi og spennandi dagskrá.
...
  

GYÐA DÍS ÞÓRARINSDÓTTIR
Fararstjóri

Gyða Dís Þórarinsdóttir kennir jóga nánast alla vikuna í Stúdíó Shree Yoga í Versölum í Kópavogi. Þar fær hún allan aldurshóp til sín í jóga, frá ungum krökkum upp í ellilífeyrisþega. "Jóga snýst ekki bara um að rækta líkamann, að styrkja hann og byggja upp, heldur ekki síður um hugarró. Það að hemja hugann og ná innri frið, leita inn á við inn í kjarnann sinn og núllstilla sig er það sem við þurfum meira og meira á að halda í okkar daglega lífi, líka fyrir utan jógasalinn. Enn þó svo ekki sé nema í þann tíma sem jóga tíminn stendur yfir þá er það gott" segir Gyða Dís.

Lærðu grunnin í viðsnúnum jógastöðum t.d. herðastöðu, plóginum og höfuðstöðu eða handstöðu á ströndinni, berfætt og leyfum gleðinni að flæða með, nærum kerfin okkar og njótum í himneskum jógískum svefni "yoga Nidra” eða djúpslökun undir berum himni og sjávarhljóðum.

Síðast en ekki síst drögum í okkur kjark til að leita inná við skoða kvenn- og sköpunarkraft.

Ég ætla leiða þig inn í undarsamlega veröld jóga og jógafræði, umræður, sjáflskoðun- og sjálfstyrking.
Nánar um Gyðu Dís, jógastúdíóið og jógaferðir.
 
Ferðatilhögun10.janúar
Keflavík - Tenerife17. janúar
Tenerife - Keflavík7 dagarFyrir 2 fullorðna • Innifalið:
 • Flug með Play, 20 kg innrituð taska ásamt 10 kg handfarangri þó ekki stærri en 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum
 • Gisting í 7 nætur með hálfu fæði á Jardin Tecina
 • Fararstjórn í höndum jógakennarans Gyðu Dísar Þórarinsdóttur
 • Akstur til og frá flugvelli og ferja
 • Jóga og hugleiðsla ásamt fleiri dagskrárliðum sem tilgreindir eru í dagskrá
  
  
 • Annað:
 • Staðfestingargjald er 40.000 kr á mann og er óendurkræft. 
 • Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.
 • Ekki innifalið: Skoðunar- og gönguferðir um eyjuna þar sem ferðast er með rútu. Nánar auglýst síðar.
  
Dagskrá með fyrirvara um breytingar
 
 •  10.JANÚAR- ÞRIÐJUDAGUR
 • Brottför að morgni 10. janúar Flogið er með Play til Tenerife, þar mun rúta sækja farþega og keyra að höfninni í Los Cristianos þar sem ferja siglir með farþega til La Gomera, rúta sækir og keyrir á hótel og mun Gyða Dís fara yfir dagskrá ferðarinnar á leiðinni. 
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 11. JANÚAR- MIÐVIKUDAGUR
 • Kl: 07:00 - 08:00 Morgunhugleiðsla, öndun og slökun
  Kl: 08:30 - 10:00 Morgunverður
  Kl: 10:00 - 11:00 Hvíld - frítími
  Kl: 11:15 - 13:00 Jóga á ströndinni sem endar með himneskri slökun.
  Kl: 13:00 - 17:00 Hvíld - frítími
  Kl: 17:00 - 18:00 Jóga - Fyrirlestrar - Ayurveda fræðsla - Endurnýjun -Gyðjudans
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 12. JANÚAR- FIMMTUDAGUR
 • Kl: 07:00 - 08:00 Morgunhugleiðsla, öndun og slökun
  Kl: 08:30 - 10:00 Morgunverður
  Kl: 10:00 - 11:00 Hvíld - frítími
  Kl: 11:15 - 13:00 Jóga á ströndinni sem endar með himneskri slökun.
  Kl: 13:00 - 17:00 Hvíld - frítími
  Kl: 17:00 - 18:00 Jóga - Fyrirlestrar - Ayurveda fræðsla - Endurnýjun -Gyðjudans
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 13. JANÚAR - FÖSTUDAGUR
 • Kl: 07:00 - 08:00 Morgunhugleiðsla, öndun og slökun
  Kl: 08:30 - 10:00 Morgunverður
  Kl: 10:00 - 11:00 Hvíld - frítími
  Kl: 11:15 - 13:00 Jóga á ströndinni sem endar með himneskri slökun.
  Kl: 13:00 - 17:00 Hvíld - frítími
  Kl: 17:00 - 18:00 Jóga - Fyrirlestrar - Ayurveda fræðsla - Endurnýjun -Gyðjudans
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 14. JANÚAR - LAUGARDAGUR
 • Kl: 07:00 - 08:00 Morgunhugleiðsla, öndun og slökun
  Kl: 08:30 - 10:00 Morgunverður
  Kl: 10:00 - 11:00 Hvíld - frítími
  Kl: 11:15 - 13:00 Jóga á ströndinni sem endar með himneskri slökun.
  Kl: 13:00 - 17:00 Hvíld - frítími
  Kl: 17:00 - 18:00 Jóga - Fyrirlestrar - Ayurveda fræðsla - Endurnýjun -Gyðjudans
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 15. JANÚAR - SUNNUDAGUR
 • Kl: 07:00 - 08:00 Morgunhugleiðsla, öndun og slökun
  Kl: 08:30 - 10:00 Morgunverður
  Kl: 10:00 - 11:00 Hvíld - frítími
  Kl: 11:15 - 13:00 Jóga á ströndinni sem endar með himneskri slökun.
  Kl: 13:00 - 17:00 Hvíld - frítími
  Kl: 17:00 - 18:00 Jóga - Fyrirlestrar - Ayurveda fræðsla - Endurnýjun -Gyðjudans
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 16. JANÚAR - MÁNUDAGUR
 • Kl: 07:00 - 08:00 Morgunhugleiðsla, öndun og slökun
  Kl: 08:30 - 10:00 Morgunverður
  Kl: 10:00 - 11:00 Hvíld - frítími
  Kl: 11:15 - 13:00 Jóga á ströndinni sem endar með himneskri slökun.
  Kl: 13:00 - 17:00 Hvíld - frítími
  Kl: 17:00 - 18:00 Jóga - Fyrirlestrar - Ayurveda fræðsla - Endurnýjun -Gyðjudans
  Kl: 18:00 - 20:00 Kvöldverður
  Kl: 20:15 - 21:00 Kvöldhugleiðsla / Djúpnæring húð, huga, melting, sál og líkama.
 • 17. JANÚAR - ÞRIÐJUDAGUR
 • Farið með ferju til Tenerife þar sem er flogið heim með Play.
   
NÁNAR UM LA GOMERA OG HOTEL JARDIN TECINA

La Gomera, þessi ævintýaraeyja, er næst minnst Kanaríeyjanna. Eyjan er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, rólegt andrúmsloft, fallegar gönguleiðir og glæsilegt útsýni yfir Atlantshafið.

Jardin Tecina er fallegt hótel á La Gomera en eins og nafnið bendir til (jardin þýðir garður) er hótelið umvafið fallegum garði og þar er að finna yfir 50 tegundir af litríkum garðplöntum, frá öllum heimshornum og skapar þessi gróðursæld einstaklega fallegt umhverfi. Hér er um að ræða gistingu í tveggja manna herbergjum (smáhýsi) sem eru öll búin loftkælingu, mini-bar, sjónvarpi og baðherbergi með hárþurrku.  Á hótelinu er einnig hægt að komast í alls konar snyrti og heilsumeðferðir en þar er heilsulindin Club Burganvilla starfrækt, fáið frekari upplýsingar um kostnað og þjónustu á hótelinu. Á hótelinu eru 5 veitingastaðir, allt frá hlaðborðsveitingastöðum til "gourmet" staða við sjávarsíðuna og hægt að velja um ferskt sjávarfang eða hina dæmigerðu matseld Kanaríeyjanna.  
 
 
...


  

 
...


  

 
... 
 
 
 
...


  

 
...


  

 
...