Gran Canaria. Spánn - skemmtun, ferðir, hótel. Nýjustu verð. :: Aventura - ferðaskrifstofa
Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.
Gran Canaria

GRAN CANARIA

Gran Canaria er vinsælasta eyja Kanaríeyja meðal ferðamanna. Eyjan er sú þriðja stærsta á eftir Tenerife og Fuerteventura. Hún er staðsett í syðri hluta spænska eyjaklasans og er eitt afskekktasta og undraverðasta hérað Spánar þar sem þú getur farið í sumarfrí. Hefurðu nú þegar skipulagt sumarfríið þitt á Gran Canaria? Þá eru þessar upplýsingar fyrir þig - lestu þær til enda eða kauptu strax miða til Gran Canaria og njóttu alls þess sem þessi hlýja eyja hefur upp á að bjóða! 

Hvað veðurfar varðar er það talið það besta á eyjunni í heiminum. Það er engin tilviljun að suðurhluti eyjunnar er mjög vinsæll meðal ferðamanna – fjallgarðar verja þennan hluta eyjunnar fyrir köldum vindi úr norðri og það er alltaf þurrt og hlýtt þar. Meðalhitinn að deginum á Gran Canaria er um 20°C að vetrinum upp í 26-27°C að sumri. Á ársgrundvelli er sjávarhitinn við ströndina á Gran Canaria frá 17 til 24°C.

Öll ferðamannasvæðin á Gran Canaria eru mjög vel búin, mörg gæðahótel, glæsilegar verslanir, nýtískulegir veitingastaðir, barir og margir áhugverðir staðir eins og Maspalomas Dunes og Roque Nublo. Fólk kemur á eyjuna í strandfrí, lifandi og líflegt andrúmsloft. Gran Canaria er þekkt fyrir glæsilegar hátíðir þar sem öllu er tjaldað til eða "de tiros largos" eins og heimamenn myndu segja.

Á Gran Canaria má sjá margbrotið landslag á litlu svæði. Það er svo stórkostlegt og andstæðurnar miklar – annaðhvort sérðu auðn við fjallshlíðarnar eða líflegan hitabeltisgróður og grýtta fjallgarða og auðvitað víðáttumiklar sandstrendur sem eru umkringdar dölum með bananaplantekrum. 


Strandlífið


Strandlengja Gran Canaria er 236 km en vel útbúnar strendur, sem eru aðallega á suðurhluta eyjunnar, eru 15 km. Nánast öll strandlengjan á eyjunni eru í eigu hins opinbera og því frítt að fara á ströndina. Það þarf einungis að borga fyrir leigu á sólbekkjum eða sólhlífum. Strendurnar á Gran Canaria eru margvíslegar - gullinn sandur á Ensku ströndinni en hvítur sandur á Anfi del Mar og Playa de Amadores sem blandast dökkum sandi eldfjallastrandarinnar.

Flestir ferðamenn velja suðurhluta Gran Canaria fyrir fríið sitt – þar er heitara og sólríkara en í norðurhlutanum. Suðurhlutinn er kjörinn fyrir fjölskyldufrí því þar er sjórinn alltaf volgur, aðgengið að honum gott og nánast engar öldur því það er svo lygnt. Vesturströndin er klettótt en austurströndin hins vegar flatlend með sandstrandlengju.

Aðalsmerki eyjunnar er hin stórkostlega Maspalomas-strönd sem er á suðurhluta hennar. Þar er glæsileg fjögurra km löng strönd og höfuðborg eyjunnar, Las Palmas de Gran Canaria. Sandurinn á Puerto Rico og Puerto de Mogán kemur frá Sahara og mun gleðja ferðamenn á suðvesturströndinni. Á fallegum en oft óaðgengilegum stöðum eyjunnar má finna litlar ósnortnar strendur með gráum eldfjallasandi.

Strendurnar á norðurhluta eyjunnar eru ekki eins góðar til sundiðkunar og á suðurhlutanum en þar er t.d. tilvalið að fara á brimbretti. Margar norðurstrendurnar eru taldar verndarsvæði og þær allra fallegustu á eyjunni. Þær eru Playa de Güigüí, Barranco de Guayedra, Puerto de las Nieves, Playa de Sardina del Norte, El Puertillo og fleiri. Þar eru fallegir klettar, eldfjallasteinar, litlar djúpar víkur við kristaltæran sjóinn.


Næturlíf


Gran Canaria má með réttu kalla eyju glaums og gleði. Næturlífið á eyjunni er við suðumark og fjörið svo mikið að það ætti að ná að vekja þá látnu upp frá dauðum! Gleðskapurinn hefst á milli 22 og 23 á kvöldin og stendur fram á morgun. Langflestir barirnir eru opnir til kl. þrjú að nóttu og diskótekin til klukkan sex að morgni. Villta næturlífið byrjar venjulega eftir miðnætti. Fram að því er tilvalið að sitja úti á huggulegum veitingastað, fá sér kokteil og hlusta og lifandi tónlist.

Kanaríeyjar eru á fríverslunarsvæði. Áfengisverð er því hóflegt í samanburði við önnur Evrópulönd, sérstaklega sumar víntegundir, eins og léttvín og romm, sem er framleitt á eyjunum.

Á Maspalomas, Ensku ströndinni og Meloneras er iðandi næturlífið úti um allt - það eru u.þ.b. hundrað diskótek, klúbbar og barir. Þá má alls ekki gleyma að nefna að í suðurhluta eyjunnar er heilmikið um að vera á nóttunni. Farðu í einhverja stóru verslunarmiðstöðina og þar muntu örugglega finna eitthvað sem þér finnst spennandi. 


Vinsælir staðir


Á langvinsælasta staðnum, risastórri 15 km langri strönd, eru þrír þéttskipaðir ferðamannastaðir: Maspalomas, Puerto Rico og Puerto de Mogán. Þar eru fjölmargir ferðamenn allt árið um kring og njóta alls þess sem boðið er upp á, þ.á m. að fara á bak úlfalda í Maspalomas. Minni ferðamannastaðir eru á vesturströndinni, t.d. fiskimannaþorpið Puerto de Mogán – þar eru bestu sjávarréttastaðirnir og afskekkta ströndin Playa de Güigüí.

Maspalomas
Maspalomas hefur talsvert forskot á hina ferðamannastaðina á Kanaríeyjum hvað varðar háþróaða innviði. Þar af leiðandi er Maspolamas efst á blaði þegar kemur að því að skipuleggja sumarfrí á Gran Canaria. Staðurinn er þekktur fyrir sinn dásamlega gullna sand og honum tilheyra fleiri staðir: Bahia Feliz, Playa del Aguila, San Agustin, Enska ströndin, Campo Internacional og Meloneras. Bahia Felis og Playa del Aguila eru vel búnir fyrir seglbrettasvif. San Agustin er rólegur staður með dökkbrúnum sandströndum. Vel búin Enska ströndin með sínum gullna sandi er mjög vinsæl meðal unga fólksins og þeirra sem eru ekki þreyttir á siðmenningunni og vilja njóta kosta hennar, jafnvel á ferðalagi til Gran Canaria. 

San Agustin og Enska ströndin mynda einn af stærstu ferðamannastöðum á Spáni með fjölmörgum hótelum og íbúðum, verslunum, veitingastöðum, börum og alls kyns uppákomum. Langmesta fjörið er á Ensku ströndinni – þar eru mörg hótel á hagstæðu verði, barir, diskótek og klúbbar. Hinn trausti, rólegi og iðagræni Campo Internacional er í vesturhluta Ensku strandarinnar. Þessi staður er meðal þeirra virtustu á Maspalomas – þar eru dýrustu hótelin á Gran Canaria, við sjóinn með afar fallegum pálmatrjám.

Puerto Rico
Þetta er næststærsti ferðamannastaðurinn á Gran Canaria, vinsæll hjá ferðamönnum sem koma í fjölskyldufrí. Siglingar á skipi með gegnsæjum botni, snekkjuleiga, sjóskíði, sæþotur, köfun, veiðar o.s.frv. - þarna er allt sem hugurinn girnist. 

Á Puerto Rico eru nokkrir verslunarklasar með búðum, börum og veitingastöðum. Þar eru einnig diskótek og önnur afþreying. Þá er vatnsleikjagarður þar en þó ekki eins flottur og Aqualand í Maspalomas. Glæsilegur göngustígur sem er um kílómetri að lengd tengir Puerto Rico við nýju Amadores-ströndina. Þar er einnig glæsilegt verslunarhverfi.

Enska ströndin
Enska ströndin er meðal allra vinsælustu ferðamannastaða Gran Canaria og er á suðurhluta eyjunnar. Þessi þriggja kílómetra langa strönd er með gullnum sandi, volgum sjó og er í nágrenni Dunas de Maspalomas. Framboð á hótelum og íbúðum er fjölbreytt, mikil þægindi í boði fyrir alla fjölskylduna og blak- og strandfótboltavellir. Þetta er einstakur staður fyrir ógleymanlegt strandfrí. Þá má einhenda sér í iðandi líf og fjör Ensku strandarinnar á hótelum, diskótekum, börum og veitingastöðum. Það er því kjörinn staður fyrir fólk sem hungrar í skemmtun!


Gagnlegar upplýsingar


Flugfélög: Þó nokkur flugfélög fljúga til Gran Canaria, bæði lággjaldaflugfélög og hefðbundin. Við munum alltaf bjóða þér hagstæðasta verðið á flugi til Gran Canaria.
Flugvöllur: Gran Canaria flugvöllur.
Fjarlægð frá flugvelli: Í kringum 40-50 mínútur/25 km.
Flugtími: Sex tímar.
Tungumál: Spænska.
Tímabelti: Vestur-Evrópu tími.
Íbúafjöldi: Í kringum 850.000.
Vegabréf: Vegabréf í gildi er nauðsynlegt.
Gjaldmiðill: Evra.
Þjórfé: Ekki innifalið en ráðlagt að gefa allt að 10% af reikningi.
Rafmagn: 230 volt, 50 Hz. Innstungur og klær að gerð F.
Sæti: Til að bóka bara sæti – smelltu á slóðina: www.aventura.is
Ferðamannaskattur: Innifalinn í hótelverði.
Vatn: Í lagi að drekka kranavatn en ekki sérlega bragðgott. Því ráðleggjum við að kaupa vatn.


Ys og þys


Mikil afþreying er í boði á Gran Canaria - gullnar strendur, ægifagurt landslag og alls kyns skemmtilegir garðar fyrir fjölskyldufrí. Á flestum dvalarstöðunum á Gran Canaria geturðu t.d. farið í siglingu, á seglbretti, veitt fyrir opnu hafi eða farið í fallhlífarstökk - svo það er bara um að gera að njóta lífsins!

1. Kafa í heim hafsins. Gran Canaria státar af óvenjuríkulegu dýralífi á eyjunni sjálfri og við strendur hennar. Í El Cabrón sjávarfriðlandinu eru fiskar af óteljandi litum og tegundum. Þú getur synt með skjaldbökum og stingskötum. Þá er hægt að skella sér á köfunarnámskeið þar sem byrjendum og lengra komnum í leit að ævintýrum gefst tækifæri til að skoða og upplifa alla liti hafsins. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekki flóknara en svo að setja á sig súrefnisgrímu, ná í vatnsheldu myndavélina og fanga fegurð kóralrifjanna sem munu blasa við þér nærri ströndinni.

2. Taktu þátt í kjötkveðjuhátíðinni á Gran Canaria. Eyjaskeggjar elska að skemmta sér og þessi næststærsta hátíð á eftir hinni frægu kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro sannar það. Á febrúarhátíðinni getur þú séð drottningu hennar og fólk klætt litskrúðugum fötum við þennan fjölbreytta atburð. Ein uppákoman er útför sardínanna. Við hátíðarlok er fiski lestað um borð í bát, hann sendur út á sjó og kveikt í honum.

3. Eltu slóð Kristófers Kólumbusar. Á Gran Canaria er safn tileinkað hinum fræga landkönnuði sem geymir sögu eyjanna. Þar bjó hann þegar hann var að undirbúa ferð sína um heimshöfin. Landstjórinn sem bjó þarna á eftir landkönnuðinum passaði vel upp á varðveislu hússins.

Gran Canaria á korti