Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Novo Sancti Petri

 

NOVO SANCTI PETRI - DRAUMUR HVERS KYLFINGS

    BÓKAÐU FERÐ TIL NOVO SANCTI PETRI HÉR   
Golfsvæðið Novo Sancti Petri er í Andalúsíu á Spáni við strönd Atlantshafsins. Á ströndinni eru glæsilegir golfvellir við hæfi allra kylfinga, æfingasvæði og nýuppgert 4* hótel með líkamsrækt. Novo Sancti Petri er draumur hvers kylfings því að það samanstendur af snilldarlega hönnuðu golfsvæði með tveimur 18 holu keppnisvöllum, stuttum æfingaholum og fullkomnu æfingasvæði, hóteli, líkamsrækt og strönd, allt á sama stað.  Fyrir þá sem vilja prófa aðra golfvelli eru meira en 14 glæsilegir golfvellir í næsta nágrenni. Þeir sem vilja skoða meira en golfvelli hafa úr nægu að velja því að aðeins er 30 mínútna akstur til borgarinnar Jerez og 15 mínútna akstur til hinnar sögufrægu borgar Cadiz og fleiri bæja þar sem frábært er að njóta mannlífsins og menningarinnar.

Novo Sancti Petri golfsvæðið býður upp á mikla fjölbreytni. Þar eru tveir 18 holu golfvellir sem skiptast í strandbrautir, hefðbundnar skógarbrautir, vatnabrautir og brautir sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir Atlantshafið. 27 af 36 brautum eru hannaðar af snillingnum Severiano Ballesteros og er Novo Sancti Petri fyrsti völlurinn sem hann hannaði. Síðan þá hefur hann hannað marga fræga velli.
Æfingasvæðið er frábært og er þar mikið pláss með bæði grasi og mottum. Á æfingasvæðinu eru minni svæði fyrir löng og stutt vipp, sandgryfjuhögg og einnig eru þar góð púttsvæði. Stuttar æfingabrautir  eru einnig á svæðinu. Klúbbhúsið er rúmgott og vinalegt og öll önnur aðstaða er til fyrirmyndar. Kíktu nánar á Novo Sancti Petri golfsvæðið hér!
 
 
...
 
...
 
...

 
 
 
...
 
...
 
...
 
   

IBEROSTAR ROYAL ANDALUS ☆☆☆☆

Hótelið er staðsett á frábærum stað við Atlantshafsströndina en á hótelinu eru 413 herbergi á 3 hæðum. Fjölbreytt aðstaða og þjónusta er á hótelinu, s.s. stórar setustofur, hársnyrting, fundarherbergi, líkamsrækt, heilsulind, snarlbar, kaffitería og veitingastaðir. Á 60.000 fm svæði eru 2 stórar sundlaugar, barnalaugar og aðstaða til slökunar og sólbaða. Við hótelið er glæsileg baðströnd og á hótelinu er hægt að leigja strandsólbekki. Einnig er þarna fjölbreytt tómstunda- og íþróttaaðstaða í boði, bæði á hótelinu og í nágrenninu. Hótelið var endurnýjað vorið 2020. Stutt er að ganga í verslunarkjarna þar sem má finna kaffihús, veitingastaði, bari, súpermarkað, apótek, golfverslun og fleira. Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótelinu. Skoðaðu fleiri myndir af Iberostar Royal Andalus
 
 
...
 
...
 
...

 
 
...
 
...
 
...
   
   

IBEROSTAR SELECTION ANDALUCIA PLAYA ☆☆☆☆☆

Glæsilegt lúxushótel alveg við La Barrosa ströndina. Þessi heillandi 5 stjörnu gististaður svíkur engan. Veitingastaðir hótelsins bjóða upp á sælkeramat frá Andalúsíu héraði en 4 veitingastaðir og 2 barir eru á hótelinu. Heilsulindin SPA Sensation er tilvalinn staður til að slaka á eftir langan dag á golfvellinum. Á hótelinu má einnig finna líkamsrækt, barnaklúbb, fundarherbergi, hárgreiðslustofu og fleira. Hótelgarðurinn er feiknastór með 2 upphituðum sundlaugum, barnalaug, góðri sólbaðsaðstöðu og snakkbar. Við ströndina er svo strandbar og sólbekkir. Herbergin eru fallega hönnuð í ljósum og björtum litum. Við hlið hótelsins er hægt að leigja hjól. Stutt er að ganga í verslunarkjarna þar sem má finna kaffihús, veitingastaði, bari, súpermarkað, apótek, golfverslun og fleira.
 
 
...
 
...
 
...

 
 
 
...
 
...
 
...

 

   

INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR

 
✔ FLUG TIL OG FRÁ JEREZ MEÐ ICELANDAIR ✔ RÚTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
✔ FLUTNINGUR Á GOLFSETTUM ✔ GOLFKERRUR
✔ GISTING MEÐ HÁLFU FÆÐI - DRYKKIR EFTIR KL 18:00 VEITINGASTAÐ OG BAR ✔ FLUGVALLASKATTAR
✔ 18 HOLUR Á DAG ✔ TRAUST FARARSTJÓRN
 
 
 
 

 
 

STAÐSETNING