Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Nýtt í sölu - Dóminíska Lýðveldið

28.09.2022
Nýtt í sölu - Dóminíska Lýðveldið
Aventura er stolt að bjóða beint flug til Dominíska Lýðveldisins þann 30. janúar í 10 nætur og páskaferð þann 3. apríl í 9 nætur á hreint ótrúlegum kjörum. Dóminicana er önnur stærsta eyja Karíbahafsins og hér finnur þú stórkostlega náttúrufegurð, fegurstu strendur heims, ótrúlega heillandi mannlíf og einstakt veðurfar. Þetta er fullkominn tími til að stinga af úr skammdeginu á Íslandi og njóta þess sem Karíbahafið hefur upp á að bjóða. Á þessum tíma má búast við um 28-29 stiga hita að degi til.
Nánar um ferðina