Töfrandi ganga á Madeira
Upplifðu töfra náttúrunnar á þessari fjölbreyttu gönguferð.
Komdu með í ógleymanlega gönguferð um einstök náttúrusvæði Madeira, þar sem við sameinum skóga, fjöll, vötn og strandbæi í einni stórkostlegri upplifun.
Gengið verður víða um eyjuna fögru, Laurisilva skógurinn sem er á heimsminjaskrá UNESCO verður heimsóttur, strandbærinn Porto Moniz og sjávarbærinn Camara de Lobos, sem var uppáhaldsstaður Winston Churchill eru meðal heillandi viðkomustaði í þessari stórskemmtilegu gönguferð.
Gist verður á Hotel Madeira Regency Cliff – Adults only ⭐️⭐️⭐️⭐️
Madeira Regency Cliff Hotel er staðsett á stórkostlegum klettatindi með glæsilegu útsýni yfir hafið og vinsæla Lido-svæðið. Þetta litla og notalega hótel býður upp á hlýlegt andrúmsloft og persónulega þjónustu.
Hótelið er aðeins fyrir fullorðna, sem tryggir rólegt og afslappað andrúmsloft.
Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á morgunverðarhlaðborð og á kvöldin eru í boði à la carte réttir. Einnig er bar þar sem gestir geta notið drykkja á veröndinni með sjávarútsýni.
Í garðinum er lítil útisundlaug með sólbekkjum og einnig er innisundlaug. Heilsulindin býður upp á nudd, líkamsmeðferðir og tyrkneskt bað gegn gjaldi. Lítil líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.
Herbergin eru með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, minibar og te-/kaffiaðstöðu. Baðherbergin eru með hárþurrku og baðvörum. Frítt þráðlaust net er í boði um allt hótelið og öryggishólf er í boði gegn gjaldi.
Fararstjóri ferðarinnar er Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Ragnhildur Aðalsteinsdóttir er náttúruunnandi og útivist er hennar líf og yndi, ekki síst utanvegahlaup og fjallgöngur. Henni finnst gaman að kynnast nýjum stöðum, fjölbreyttri menningu og þeim mannauði sem heimurinn allur býr yfir. Hún útskrifaðist sem leiðsögumaður úr Leiðsöguskólanum í Kópavogi vorið 2021 og er að auki blaðamaður og ljósmyndari. Hún leiðsegir erlendu ferðafólki í styttri og lengri ferðum um Ísland og hefur verið fararstjóri í hreyfiferðum á Ítalíu og Spáni.
Flogið frá Keflavík til Madeira með Play
Flogið frá Madeira til Keflavíkur með Play
Komið er til Madeira og haldið er á hótelið með rútu en askturinn tekur um 20 mínútur. Hópurinn tekur sér tíma til að koma sér fyrir og undirbúa sig fyrir ævintýrið framundan.

(u.þ.b. 450 km)
Gönguferðin hefst í Câmara de Lobos, litríku sjávarþorpi með söguleg tengsl við Winston Churchill. Gengið er upp í gegnum bananaplantekrur og vínekrur í hlíðum fjallanna, með stórkostlegu útsýni yfir Atlantshafið og klettótta ströndina. Þegar komið er nær Funchal, verður landslagið borgarlegra með fallegum görðum, göngustígum og líflegum hverfum.
Göngutími: ca. 4 klst
Hækkun: ca. 200 m
Erfiðleikastig: auðvelt til miðlungs

Gangan hefst í Rabaçal, þar sem farið er niður í Laurisilva-skóginn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstakrar líffræðilegrar fjölbreytni. Gengið er meðfram Levada do Risco og Levada das 25 Fontes, þar sem mosavaxnir klettar og litlar fossar leiða að töfrandi 25 Fontes-lóni. Dagurinn endar í Porto Moniz, þar sem hægt er að slaka á í náttúrulegum hraunlaugum við sjóinn.
Göngutími: ca. 4,5 klst
Hækkun: ca. 560 m
Erfiðleikastig: miðlungs

Frá Palmeira liggur leiðin meðfram stórbrotnum sjávarbjörgum með útsýni yfir Atlantshafið, klettamyndanir og leynilegar víkur. Á leiðinni má sjá andstæður þurrs landslags og gróðursælla svæða, auk sjaldgæfra sjávarfugla og staðbundinna plantna. Við endum við útsýnispallinn á Ponta do Furado, þar sem útsýnið yfir Desertas-eyjar og hafið er ógleymanlegt.
Göngutími: ca. 3 klst
Hækkun: ca. 330 m
Erfiðleikastig: auðvelt til miðlungs

Gönguferðin hefst í litla sjávarþorpinu Caniçal, þar sem gengið er um mjúkar hæðir og meðfram klettóttu strandlínunni með stórkostlegu útsýni yfir Atlantshafið. Leiðin liggur um Roçadas, þar sem útsýnið yfir São Lourenço-skagann og eldfjallamyndanir hans er ógleymanlegt. Á göngunni má upplifa fjölbreytt landslag – allt frá strandstígum til innlandsleiða með innlendum gróðri og dýralífi. Ferðinni lýkur í Machico, einni elstu byggð Madeira, þar sem fyrstu portúgölsku landkönnuðirnir stigu á land árið 1419.
Göngutími: ca. 3,5 klst
Hækkun: ca. 600 m
Erfiðleikastig: miðlungs

Gangan hefst við Achada Teixeira, í 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í norðausturhluta eyjunnar. Þaðan liggur vel merkt gönguleið með jöfnum stignum upp á hæsta tind Madeira, Pico Ruivo. Á toppnum býðst stórbrotið útsýni yfir Nun’s Valley og norðurströndina. Eftir stutta hvíld er gengið sömu leið til baka. Að göngu lokinni er möguleiki á að heimsækja Santana, þekkt fyrir hefðbundin stráþöktu hús og falleg sveitasvæði.
Göngutími: ca. 4 klst
Hækkun: ca. 400 m
Erfiðleikastig: miðlungs

Tækifæri til að slaka á, kanna Funchal á eigin vegum, heimsækja markaði, garða eða njóta sjávarins

Ferðinni lýkur og hópurinn heldur heim á leið með minningar um stórkostlega náttúru, menningu og gönguleiðir Madeira.

ATH – Breytingar á dagskrá geta átt sér stað