La Sella

LA SELLA - FRÁBÆR VALKOSTUR Á COSTA BLANCA
Golfvöllurinn býður upp á 3 ólíkar 9 holu lykkjur eða samtals 27 holur sem hannaðar eru af tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Lykkjurnar 3 eru fallega staðsettar í glæsilegu umhverfi þjóðgarðsins og skiptast í gula, rauða og græna völlinn. Vellirnir eru mjög ólíkir og fjölbreyttir. Rauða völlinn má skilgreina sem klassískan skógarvöll á meðan guli völlurinn líkist mest „parklandvelli “. Græni völlurinn er svo mjög opinn og líkist um margt því að spila sjávarvöll. 18 af 27 holum hafa farið í gegnum miklar endurbætur þar sem flatir, teigar og brautir voru endurnýjuð til að auka gæði vallarins.
La Sella býður einnig upp á mjög gott æfingasvæði til að æfa alla þætti íþróttarinnar.
La Sella býður einnig upp á mjög gott æfingasvæði til að æfa alla þætti íþróttarinnar.






DENIA MARRIOTT LA SELLA GOLF RESORT & SPA ☆☆☆☆☆
Marriott Resort Denia La Sella er í El Montgo þjóðgarðinum. Náttúrufegurð þjóðgarðsins er með eindæmum og mikil gróðursæld samanborið við önnur svæði í suðausturhluta Spánar. Hótelið býður upp á allt sem til þarf til að fullkomna golfferðina. Auk rúmgóðra herbergja er góð heilsulind á staðnum, líkamsrækt, 3 veitingastaðir, móttöku- og sundlaugarbar. Aðeins eru rúmlega 100 metrar frá hótelinu og í klúbbhúsið. Næsti bær við hótelið er Denía, en þangað er sirka 7 mínútna akstur. Ennþá nær er ágætis verslunarmiðstöð. Hótelið, staðsetning þess og andrúmsloftið býður af sér góðan þokka sem hjálpar til við að fullkomna sveifluna í golffríinu þinu. Allt hótelið var endurnýjað árið 2019.






INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR
✔ FLUG TIL OG FRÁ ALICANTE | ✔ RÚTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI |
✔ FLUTNINGUR Á GOLFSETTUM | ✔ GOLFKERRUR |
✔ GISTING MEÐ HÁLFU FÆÐI OG DRYKKJUM MEÐ KVÖLDVERÐI | ✔ FLUGVALLASKATTAR |
✔ ÓTAKMARKAÐ GOLF NEMA BROTTFARARDAGA | ✔ FARARSTJÓRN |
STAÐSETNING
Skoðaðu ferðir á La Sella