KRÓATÍA: HREYFI- OG ÆVINTÝRAFERÐ 31. maí - 7. júní 2025. Rafhjól, sigling, ganga, kayak og njóta! Hjólaskólinn og ferðaskrifstofan Aventura. Beint flug til Pula
KRÓATÍA: HREYFI- OG ÆVINTÝRAFERÐ 31. maí - 7. júní 2025. Rafhjól, sigling, ganga, kayak og njóta! Hjólaskólinn og ferðaskrifstofan Aventura. Beint flug til Pula
Fararstjórar:
Þóra Katrín Gunnarsdóttir
og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Bóka hér

Ævintýraleg og fjölbreytt hreyfiferð til Króatíu: Rafhjól, sigling, ganga, kayak, náttúra, spennandi menning og matur!

Þessi ferð til Króatíu er full af fjöri og dekri í mat og drykk og menningu innfæddra. Rafmagnshjóladagar sem henta öllum, meðfram kristaltærum sjó og heillandi klettavíkum, víðsvegar um fjöll, akra og sjarmerandi miðaldabæi; njóta og upplifa! Kayak dagur, vínsmökkun, sigling á páfuglaeyju, synt og snorklað í tæru Adríahafinu, ganga í þjóðgarði með páfuglum og heimsókn á ólífu- og kirsuberjabúgarð þar sem okkur er boðið í mat að hætti heimamanna í bakgarðinum.

Þessi ferð hentar fólki á öllum aldri sem finnst gaman að njóta lífsins með því að hreyfa sig létt og skemmtilega í fríinu: Rúlla á hjóli, ganga og sigla, kynnast menningu og mannlífi Króatíu og njóta náttúrufegurðar og stórbrotins útsýnis. Skelltu þér með okkur í þessa spennandi ferð!

Fararstjórar: Þóra Katrín Gunnarsdóttir og Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hjá Hjólaskólanum ásamt staðarhjólaleiðsögumönnum í Króatíu.

Fjöldi í ferð: Lágmark 15, hámark 20 manns.

Innifalið
  Beint flug til Pula í Króatíu, 23 kg taska á mann
  Fimm skipulagðir dagar þar sem ýmis konar hreyfing er í fyrirrúmi
  Einn heill frídagur, auk komu og brottfarardags
  Innlendir viðburðir: Rafhjól, kayak, sigling á eyjar, snorkl, ganga, þjóðgarðsheimsókn, vínsmökkun með ostum og pylsum, heimsókn á sveitabæ þar sem finna má ólífu- og kirsuberja akra, vín og fleira, trufflukynning, tveir hádegisverðir, o.fl. Sjá frekari lýsingu í dagskrá
  Skutl og keyrsla skv. dagskrá á hreyfidögum
  Rafmagshjól og hjálmur
  Park Plaza Verudela Resort hótelið, þægindi og gæði, tvær sundlaugar, sundlaugabar, veitingastaðir, staðsett alveg við fallega strönd og vík, 7 nætur ásamt ríkulegu morgunverðarhlaðborði 
  Akstur til og frá flugvelli
  Íslensk fararstjórn, Þóra Katrín og Erla frá Hjólaskólanum
Ekki innifalið
  Matur nema sá sem er nefndur í dagskrá
  Tryggingar
  Þjórfé
* Eins manns herbergi er háð framboði og kostar aukalega
— Staðfestingargjald er 50.000 kr.
— Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina eða næg þátttaka næst ekki
— Lokagreiðsla er innheimt þegar lágmarks þátttöku er náð, í síðasta lagi 7 vikum fyrir brottför

Króatía

Króatía er án efa einn fegursti áfangastaður Evrópu, þar sem sameinast á einum stað frábært veðurfar, einstök náttúrufegurð og ótrúleg yfir 3000 ára menning Adríahafsins, Í Króatíu finnur þú ótrúlegar strendur og tæran sjó, hringleikahús frá tímum Rómverja, aðlaðandi miðaldaþorp, akra og fjöll og einstaka matargerðalist.

Um fararstjórana Þóru Katrínu og Erlu Sigurlaugu

Þórður Marelsson

Þóra Katrín og Erla hafa rekið Hjólaskólann frá árinu 2018. Frá þeim tíma hafa þær farið í fjölmargar hjólaferðir með hópa erlendis, m.a. til Mallorca, Madeira, Tenerife, Marokkó, Ítalíu og Króatíu. Þær hafa yfirgripsmikla reynslu úr ferðageiranum og hafa yfir áratuga reynslu af fararstjórastörfum erlendis ásamt vinnu við skipulagningu ferða hér heima og erlendis. Báðar starfa þær einnig sem ökuleiðsögukonur á Íslandi. Það skemmtilegasta sem þær gera er að njóta lífsins hjólandi í góðu veðri og skemmtilegri náttúru ásamt því að borða góða mat og njóta lífsins lystisemda í fjörugum hópi ferðalanga.

Þóra Katrín og Erla eru vanar að hjóla með fólki á öllum getustigum og hafa haldið hjólanámskeið um árabil bæði fyrir fullorðna og börn við góðan orðstír. Þær eru með hjólaþjálfararéttindi frá alþjóðahjólreiðasambandinu (UCI) og einnig með þjálfararéttindi frá ÍSÍ ásamt réttindum frá PMBIA sem eru alþjóðleg þjálfara- og leiðsögumannaréttindi fyrir fjallahjól

Dagskrá (birt með fyrirvara um breytingar)
Dagskrá (birt með fyrirvara um breytingar)

  Ferðadagur: Flug kl. 15.10 og lent í Pula kl. 21.30

  Skutl á Hótel Verudela sem er ca.15 mín frá flugvellinum

Rafhjóladagur: Pula og sveitin

  Hjólað frá hótelinu, byrjum á að skoða fallegu borgina Pula, hringleikahúsið, minjar og kynnumst sögu staðarins. Hjólað áleiðis fallega leið meðfram sjónum, fallegar smábátahafnir og í gegnum akra og upp í sveit.

  Hádegisverður á sveitabæ, úti í garði hjá “tengdó” (innifalinn)

  Ólífubúgarður, ólífuolía, kirsuber og vínekrur

  Bílferð til baka á hótelið

Vegalengd: Ca. 50 km
Hæðarmetrar: ca. 600 m
Erfiðleikastig: Auðvelt

Kayak og snorkl

  Rólegur kayakróður á næstu eyjar. Við róum m.a. inn  í helli, snorklum og njótum á ströndinni og í sjónum. Létt nesti innifalið.

  Erfiðleikastig: Auðvelt

Rafhjóladagur: Sjór og vín

  Hjólum frá hótelinu og meðfram heillandi strandlengjunni á Kamenjak skaganum. Njótum og syndum í kristaltæru Adríahafinu í fallegri strandvík á leiðinni.

  Hádegisverður á skemmtilegum stað við ströndina.

  Í lok dags er svo vínsmökkun og gourmet úr héraði, pylsur, skinka, ostur, ólífuolía o.fl. (innifalið).

Vegalengd = 40 km
Hæðarmetrar = 500 m
Erfiðleikastig = auðvelt

Rafhjóladagur: Menning í fjöllunum: Listabærinn Motovon og trufflusmakk

  Bílferð frá hótelinu á græna norðurhluta Istria skagans, áleiðis að áhugaverða miðalda- og listamannaþorpinu Motovon. Þessu héraði líkja margir við fegurð Toscana á Ítalíu. Skoðunarferð og borðum þar hádegismat. Förum einnig í gegnum miðaldabæina Grožnjan og Livade.

  Kynning á trufflum og smakk, en héraðið er heimsþekkt fyrir dýrmætar hvítar trufflur.

  Hjólum svo áleiðis til baka stórbrotna útsýnisleið á gamalli lestarleið Parenzana

  Bílferð til baka á hótelið.

Vegalengd: Ca. 40 km
Hæðarmetrar: Ca. 500 m
Erfiðleikastig: Auðvelt

Sigling: Þjóðgarður og ganga

  Brottför rétt við hótelið og förum í siglingu á “prívat” bát um eyjur þjóðgarðsins Brijuni. Stoppum á páfuglaeyjunni, slöppum af á ströndinni, syndum og fáum okkur hádegisverð (innifalinn).

  Siglum áfram og förum í létta náttúrugöngu í ca. 1-2 klst. að áhugaverðum minjum.

  Erfiðleikastig: Auðvelt

  Frjáls dagur. Ferðadagur: Brottför kl. 22:30, lenda í Kef. kl. 01:10