Dolce far niente - Hin ljúfa afslöppun. Jógaferð til Veneto á Ítalíu. 20. - 27. september. Fararstjóri Eva Björg Sigurðardóttir
Dolce far niente - Hin ljúfa afslöppun. Jógaferð til Veneto á Ítalíu. 20. - 27. september. Fararstjóri Eva Björg Sigurðardóttir
Fararstjórar:
Eva Björg Sigurðardóttir
Bóka hér

Jóga og heilsuferð til Veneto á norður Ítalíu

Sjö nátta ferð til Veneto á Ítalíu þar sem áhersla er á líkamlega og andlega velferð þátttakenda. Jógaflæði með leiddri hugleiðslu. Viðfangsefni fyrirlestra er m.a. áföll, sorgir, og áhrif þeirra á líkamann. Einnig verður taugakerfið skoðað, öndun, og æfingar kenndar og gerðar til að róa taugakerfið.

Menningarlegar ferðir til Sirmione, Verona og Feneyja. Farþegar læra um sögu staðanna og helstu kennileiti þeirra. Í rútuferðum að og frá áfangastöðum fræðir fararstjóri farþega um ýmislegt tengt Ítalíu og ítalskri menningu.

Gist verður í Abano Terme sem hentar vel fyrir hópinn. Bærinn er sannkallaður spa bær með sínum heitu laugum og uppsprettum.

Fjölmargir gosbrunnar skreyta torg og göngusvæði Abano Terme. Heimsókn á torg Cristoforo Colombo er þess virði, þar sem stórbrotinn gosbrunnur er tileinkaður siglingamanninum frá Genúa.

Fararstjórinn

Þórður Marelsson

Eva Björg Sigurðardóttir er uppeldisfræðingur, rithöfundur og jógakennari sem hefur árum saman haft mikinn áhuga á útivist, hreyfingu og heilsu. Áhuginn jókst þó til muna er hún lenti í bílslysi árið 2014 sem krafðist að hún þurfti að leita leiða til að minnka bæði líkamleg eymsli sem hrjáðu hana dagsdaglega, og kvíðann sem dúkkaði upp í kjölfar slyssins. Göngutúrar, líkamsrækt og jóga urðu stærri partur af hennar lífi, og enn í dag finnst henni magnað hversu víðtæk jákvæð áhrif róleg eða röskleg ganga í náttúrunni hefur á líkama og sál. Nýlega útskrifaðist Eva Björg úr námi í áfallajóga, en sú þekking sem hún öðlaðist í því styður nú vel við þessa ástríðu hennar. Önnur ástríða hennar eru svo ferðalög. Að kynnast nýrri menningu og nýjum stöðum, og sjá hvað gerir okkur mannfólkið, hvar sem við svo sem erum, ólík jafnt sem lík. Henni finnst því fátt betra en að sameina þetta allt, ferðalög, hreyfingu og útiveru. Þannig nær hún að endurhlaða batteríin, og næra og styrkja sál sína og líkama.

Innifalið í verði
  Beint flug fram og til baka með Icelandair með 23 kg tösku
  Gisting í 7 nætur á Hotel Savoia Thermae & Spa með morgunverði og kvöldverði
  Íslensk fararstjórn
  Akstur til og frá flugvelli
  Aðgangur að 3 thermal sundlaugum
  Aðgangur að heilsulindinni
  Aqua gym tími á þriðjudegi og laugardegi klukkan 16:00, bókað á staðnum
  Aðgangur að heilsuræktinni
  Handklæði fyrir sundlaug
  Enskumælandi fararstjórn í ferðum
Dagskrá (birt með fyrirvara um breytingar)
Dagskrá (birt með fyrirvara um breytingar)

Lent í Milan og haldið á hótelið með rútu. Fararstjóri kynnir dagskrá ferðarinnar

09:00-10:00 → Mjúkt jógaflæði & leidd hugleiðsla.

10:00-11:00 → Fræðsla um áföll&sorgir, og áhrif þeirra á líkamann.

Verona og Valpolicella

09:00-10:00 → Mjúkt jógaflæði & leidd hugleiðsla.

Það er kominn tími á gott rauðvín! Í dag förum við frá hótelinu í átt að Verona, rómantísku borgar Rómeó og Júlíu, við fáum einkagönguferð í miðbænum og tíma fyrir hádegismat. Eftir hádegi komum við að nærliggjandi hæðum Valpolicella til að smakka eitt vinsælasta ítalska vínið. Svæðið var ræktað af Etrúra og fjórðungur vínsins sem framleiddur er hér hefur DOC stöðu. Við heimsækjum einn kjallara og fáum almennilega vínsmökkun ásamt ljúffengum veitingum.

09:00-10:00 → Mjúkt jógaflæði & leidd hugleiðsla.

10:00-11:00 → Fræðsla um áföll&sorgir, og áhrif þeirra á líkamann.

Í dag heimsækjum við rómantísku lónsborgina Feneyjar! Borgarferðin með leiðsögn hefst frá Doge-höllinni. Í þessari ferðþú munt uppgötva Feneyjar heimamanna meðfram þröngum götum, fjarri læti ferðamanna, borg sem er full af stórfengleika jafnvel í sínum huldu hornum. Horft út frá Rialto brúnni, Canale Grande, þar má dást að borginni í fullri dýrð.

Sirmione

08:00-09:00 → Jógaflæði & leidd hugleiðsla.

09:00-10:00 → Fyrirlestur um streitu, kortisól og taugakerfið. Kenndar léttar æfingar til að róa líkama & huga.

Þennan morgun er farið á leið til Gardavatns: Stærsta vatn Ítalíu skapar Miðjarðarhafsloftslag, þar sem ólífu-, sítrónu- og pálmatré blómstra við sólarhlið Alpanna. Áfangastaður okkar er fallega borgin Sirmione: hér munum við hafa tíma til að ganga og uppgötva þennan fallega bæ. Við njótum svo í skemmtilegri bátsferð. Lagt er af stað frá hafnartorginu og farið verður um Sirmione skagann, siglt meðfram ströndinni til að fá yfirsýn yfir Villa Maria Callas, við sjáum Acquaria varma heilsulindina, rústir fornrar rómverskrar villu sem þekkt er sem Grotte di Catullo, hin fræga „Giamaica“ strönd og Boiola brennisteinsvatnslindin. Við munum líka sjá Scaligero kastala frá öðru sjónarhorni, sem liggur undir brýr hans. Farið aftur til Sirmione.

Sigling: Þjóðgarður og ganga

09:00-10:00 → Jógaflæði & leidd hugleiðsla.

10:00-11:00 → Fyrirlestur um taugakerfið, öndun og öndunaræfingar.

Heimferð, farið frá hóteli til Milan

Ekki innifalið í verði
  Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli, 3 EUR á mann á dag
  Þjórfé
  Aðgangseyrir, þar sem á við
  Jóga dýnur
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið
Annað
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Hver farþegi ber ábyrgð á því að hafa næga heilsu til að taka þátt í ferðinni
  Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka
  Hver farþegi ber ábyrgð á sínum tryggingum, verði hann fyrir tjóni eða valdi tjóni ber ferðaskrifstofan ekki ábyrgð.