Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Hagnýtar upplýsingar vegna Prag

  Innritun

 
 Ef flogið er með Play
 Innritunarferlið hjá Play fer í gegnum heimasíðu þeirra og fá farþegar sendar upplýsingar frá Play varðandi innritunarferlið en búa þarf til aðgang á MyPlay og skrá sig inn en innritunarkerfið er mjög einfalt og innritun ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur. Það þarf að nota bókunarnúmerið sem Play sendir til að innrita sig.
Gott er að mæta 2-3 klst fyrir brottför til Keflavíkur. 
Netinnritun opnar 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma og lokar 1 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus ef ekki er greitt fyrir valin sæti. Þegar þú hefur innritað þig á netinu færð þú brottfararspjaldið sent á netfangið þitt. Ekki er nauðsynlegt að klára ferlið í gegnum heimasíðuna, einnig er hægt að innrita sig á flugvelli.
  Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðslu Play til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna. Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað faangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.
  Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt.

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð bakpoki eða veski, sem þarf að komast undir sætið fyrir framan þig. Þá máttu einnig koma með poka úr fríhöfninni í handfarangri og eins þau lyf eða lækningatæki sem þú þarft á að halda í fluginu. Vinsamlega athugaðu að þú þarft að hafa læknisvottorð meðferðis sem segir að lyfin/tækin séu nauðsynleg. Fyrir þá sem hafa keypt innritaða tösku þá má hún vera allt að 20 kg.

Fyrir aukafarangur eða sætapantanir þarf að hafa samband við Aventura í 5562000. 



 

 
 
  Þjónustu og neyðarsími

Neyðarsími Aventura er 6862000.
Hægt er að ná í neyðarnúmer Aventura fyrir utan skrifstofutíma á Íslandi. Neyðarsíminn er einungis fyrir neyðartilvik og við biðjum um að það sé haft í huga. 
 
Ef farþegi hefur einhverjar athugasemdir varðandi þjónustu eða íbúð/herbergi hótels skal leita í gestamóttöku viðkomandi hótels eða gera Aventura viðvart, ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Ávallt er hægt að hringja á skrifstofu Aventura í síma: + 354 556 2000, frá 9 – 16 alla virka daga.

 


  Almennar upplýsingar

Vegabréf 
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og er almenna reglan að ef ferðast er utan EES verða vegabréf að hafa gildistíma í amk 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. Nöfn í bókun þurfa að vera alveg eins og í vegabréfi. Nánar um vegabréf hér
 
Um borð 
Hægt er að kaupa létta rétti, sælgæti og drykki um borð.  
 
Gjaldmiðill 
Gjaldmiðillinn í Tékklandi er koruna. Til að nálgast gjaldmiðilinn þarf að fara í hraðbanka við komu til Prag. Það eru hraðbankar víða í borginni.

Tryggingar
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á tryggingum sínum. Hafi ferð verið greidd með kreditkorti fylgja yfirleitt góðar tryggingar. Gott er að hafa Evrópska Sjúkratryggingakortið með, hægt er að nálgast það hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Ferðamannaskattur
Sérstakur ferðamannaskattur er í Prag en hann greiðist á hótelinu og er c.a 2 evrur á mann per nótt.  

Prag 
Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims.  
Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðar heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af orku, tónlist, menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum.  
Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.  
 
Með von um góða ferð!