Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Hagnýtar upplýsingar Kanarí

 
 

  Innritun

 
 Innritunarferlið hjá Play fer í gegnum heimasíðu þeirra og fá farþegar sendar upplýsingar frá Play varðandi innritunarferlið en búa þarf til aðgang á MyPlay og skrá sig inn en innritunarkerfið er mjög einfalt og innritun ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur. Það þarf að nota bókunarnúmerið sem Play sendir til að innrita sig.

Gott er að mæta 2-3 klst fyrir brottför til Keflavíkur.

Netinnritun opnar 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma og lokar 1 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus ef ekki er greitt fyrir valin sæti. Þegar þú hefur innritað þig á netinu færð þú brottfararspjaldið sent á netfangið þitt. Ekki er nauðsynlegt að klára ferlið í gegnum heimasíðuna einnig er hægt að innrita sig á flugvelli.

  Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðslu Play til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna. Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað farangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.

  Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.
Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt.

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð bakpoki eða veski, sem þarf að komast undir sætið fyrir framan þig. Þá máttu einnig koma með poka úr fríhöfninni í handfarangri og eins þau lyf eða lækningatæki sem þú þarft á að halda í fluginu. Vinsamlega athugaðu að þú þarft að hafa læknisvottorð meðferðis sem segir að lyfin/tækin séu nauðsynleg. Fyrir þá sem hafa keypt innritaða tösku þá má hún vera allt að 20 kg.

Fyrir aukafarangur eða sætapantanir þarf að hafa samband við Aventura í 5562000. 
 
 
  Þjónustu og neyðarsími

Neyðarsími Aventura er 6862000.
Hægt er að ná í neyðarnúmer Aventura fyrir utan skrifstofutíma á Íslandi. Neyðarsíminn er einungis fyrir neyðartilvik og við biðjum um að það sé haft í huga. 
 
Ef farþegi hefur einhverjar athugasemdir varðandi þjónustu eða íbúð/herbergi hótels skal leita í gestamóttöku viðkomandi hótels eða gera Aventura viðvart, ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Ávallt er hægt að hringja á skrifstofu Aventura í síma: + 354 556 2000, frá 9 – 16 alla virka daga.



  Almennar upplýsingar



Við komu
Hafi farþegi/ar bókað og greitt fyrir akstur skal fylgja upplýsingum á þjónustubeiðni sem send verður til farþega fyrir brottför. Þess má geta að rútan getur stoppað á nokkrum hótelum áður en kemur að þínu hóteli.

Við brottför
Vinsamlegast lesið leiðbeiningar á voucher varðandi akstur á flugvöll.

Hafi farþegi/ar bókað og greitt fyrir akstur skal fylgja upplýsingum á þjónustubeiðni sem send verður til farþega fyrir brottför. Þess má geta að rútan getur stoppað á nokkrum hótelum áður en komið er á flugvöll.

Vinsamlegast verið mætt fyrir utan hótelið 10 mínútum fyrir brottfarartíma. Mikilvægt er að mæta ekki síðar en 2 tímum fyrir brottför út á flugvöll. 

Vegabréf
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og er almenna reglan að ef ferðast er utan EES verða vegabréf að hafa gildistíma í amk 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. Nöfn í bókun þurfa að vera alveg eins og í vegabréfi. Nánar um vegabréf hér

Um borð
 Hægt er að kaupa létta rétti, sælgæti og drykki um borð.

Tryggingar
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á tryggingum sínum og bendum við farþegum á að skoða sínar ferðatryggingar vel fyrir brottför. Hafi ferð verið greidd með kreditkorti fylgja yfirleitt tryggingar en þær eru mjög mismunandi. Gott er að hafa Evrópska Sjúkratryggingakortið með, hægt er að nálgast það hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Apótek
Þau heita FARMACIA á spænsku og eru merkt með grænum krossi. Apótek eru víða og eru yfirleitt opin frá 09:00 – 19:00 virka daga. Á laugardögum eru sum apótek opin fyrir hádegi. Parafarmacia er heilsubúð ekki apótek.

Gjaldmiðill og kreditkort
Gjaldmiðillinn á Kanarí er Evra (EUR). Hraðbankar eru víða á Kanarí en hægt er að nota kort á flestum veitingastöðum og í verslunum. Bankar eru opnir frá 8-14 frá mánudögum til fimmtudaga. Mælt er með að fólk noti hraðbanka sem eru viðurkenndir bankar, ekki er mælt með Euronet.

Bílaleigur
Í gestamóttökum hótela má oft finna upplýsingar um bílaleigubíla.

Drykkjarvatn
Vatnið í krönum er drykkjarhæft en við bendum fólki á að kaupa frekar vatn í verslunum.

Magaveiki
Með breyttu mataræði getur magaveiki gert vart við sig. Vökvaskortur getur orsakað magaveiki, ekki gleyma að drekka mikið vatn.

Þráðlaust net
Internetsamband á hótelum getur verið misjafnt þó svo að boðið sé upp á WIFI.

Öryggishólf
Við ráðleggjum okkar farþegum að leigja öryggishólf á hótelunum.

Leigubílar
Leigubíla má finna víða og er hagstætt að taka leigubíl á Kanarí. Lausa leigubíla má þekkja á grænu ljósi á þaki bílsins. Starfsfólk í gestamóttöku getur hringt í leigubíl.

Sími
Þegar hringt er úr íslenskum síma og í íslenskan síma frá Kanarí þarf að setja 00354 á undan símanúmerinu.

Þjófnaður
Einstaka verslanir hafa svindlað á kúnnum sínum, t.d verslanir með raftækjavörur, farið ávallt varlega. Passið veski og síma vel og passið að skilja aldrei neitt eftir án eftirlits.

Þjórfé
Á Spáni tíðkast að gefa þjórfé, um 5-10 % af upphæð. Gott er að skilja eftir pening fyrir herbergisþernur í byrjun dvalar.


Með von um góða ferð!