Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Hagnýtar upplýsingar fyrir Gdansk

  Innritun

 
 Ef flogið er með Wizzair
 Það þarf að innrita sig í flugið fyrir brottför á heimasíðu Wizzair og opnar innritun 24 tímum fyrir brottför. Greiða þarf kostnað sé það gert á flugvelli.  Innritun á heimasíðu flugfélagsins fer fram á  „Check in & Boarding" og er sá möguleiki valinn til að komast inn í bókun. Þar þarf að fylla inn bókunarnúmer flugfélagsins og eftirnafn til að komast inn í bókunina. Starfsfólk Aventura getur aðstoðað við þetta. 
Gott er að mæta 2-3 klst fyrir brottför til Keflavíkur. 
Hafi farþegi áhuga á að velja og greiða fyrir sæti, þarf að gera það fyrir innritun í gegnum Aventura, við mælum með því að allir geri þetta til að tryggja sæti saman. Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus ef ekki er greitt fyrir valin sæti.
 Bakpoki eða taska sem þarf að komast undir sætið fyrir framan (40x30x20cm) er innifalið í verði. Ef innrituð taska er keypt má hún vera 20kg.  
  Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt.
Fyrir aukafarangur eða sætapantanir þarf að hafa samband við Aventura í 5562000. 
 
 
  Þjónustu og neyðarsími

Neyðarsími Aventura er 6862000.
Hægt er að ná í neyðarnúmer Aventura fyrir utan skrifstofutíma á Íslandi. Neyðarsíminn er einungis fyrir neyðartilvik og við biðjum um að það sé haft í huga. 
 
Ef farþegi hefur einhverjar athugasemdir varðandi þjónustu eða íbúð/herbergi hótels skal leita í gestamóttöku viðkomandi hótels eða gera Aventura viðvart, ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Ávallt er hægt að hringja á skrifstofu Aventura í síma: + 354 556 2000, frá 9 – 16 alla virka daga.


  

  Almennar upplýsingar

Vegabréf
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og er almenna reglan að ef ferðast er utan EES verða vegabréf að hafa gildistíma í amk 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. Nöfn í bókun þurfa að vera alveg eins og í vegabréfi. Nánar um vegabréf hér.

Um borð
Hægt er að kaupa létta rétti, sælgæti og drykki um borð. 

Tryggingar
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á tryggingum sínum. Hafi ferð verið greidd með kreditkorti fylgja yfirleitt góðar tryggingar. Gott er að hafa Evrópska Sjúkratryggingakortið með, hægt er að nálgast það hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Gjaldmiðill og kreditkort
Gjaldmiðillinn í Póllandi er Zloty (PLN). Hraðbankar eru víða en hægt er að nota kort á flestum veitingastöðum og í verslunum.  

Gdansk 
Gdansk er borg í Norður-Póllandi, með einkar fallegan, reisulegan og gamlan miðbæ og stútfull af dýrindis mat. Þú getur eytt mörgum klukkutímum í að dást af fjölbreytileika borgarinnar. Þegar ferðast er til Gdansk finnur hver og einn eitthvað áhugavert, alveg óvænt. Borgin tilheyrir svokölluðu Tri-City stórborgarsvæði, ásamt borgunum Sopot og Gdynia.
Borgirnar eru staðsettar meðfram strönd Gdansk-flóa, sem er mjög fjölsóttur staður af ferðamönnum í Póllandi. Gdansk hefur mjög mikla sögulega þýðingu, Sopot er tákn skemmtunar og Gdynia er tákn efnahags.
Sumir ferðast til borgarinnar til að fara í skoðunarferðir, til að fræðast og sjá eins mikið af borginni og mögulegt er, á meðan aðrir vilja eyða tímanum í að labba um stræti gamla bæjarins og dást að fegurðs hans.
Ef áhugi er að heimsækja fallega borg við sjóinn sem hefur að geyma ríka sögu og gnægð af áhugaverðum stöðum og óaðfinnanlegum evrópskum stíl, þá má sannarlega mæla með ferð til pólsku borgarinnar Gdansk.
 
Ef að þú vilt upplifa frábært verðlag, skemmtilega menningu, fjölbreytt veitinga- og kaffihús þá er Gdansk staðurinn fyrir þig!