Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Hagnýtar upplýsingar fyrir Costa Brava

  Innritun

 Ef flogið er með Play
 Innritunarferlið hjá Play fer í gegnum heimasíðu þeirra og fá farþegar sendar upplýsingar frá Play varðandi innritunarferlið en búa þarf til aðgang á MyPlay og skrá sig inn en innritunarkerfið er mjög einfalt og innritun ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur. Það þarf að nota bókunarnúmerið sem Play sendir til að innrita sig.

Gott er að mæta 2-3 klst fyrir brottför til Keflavíkur. 

Netinnritun opnar 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma og lokar 1 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Farþegum er raðað handahófskennt í þau sæti sem eru laus ef ekki er greitt fyrir valin sæti. Þegar þú hefur innritað þig á netinu færð þú brottfararspjaldið sent á netfangið þitt. Ekki er nauðsynlegt að klára ferlið í gegnum heimasíðuna, einnig er hægt að innrita sig á flugvelli.

  Ef þú ferðast með farangur sem þarf að innrita notar þú sjálfsafgreiðslu Play til að prenta út töskumiðana þína og brottfararspjald, ef þörf er á því. Til að fá töskumiðana þarftu að skanna brottfararspjaldið þitt eða vegabréf. Þegar þú hefur fengið töskumiðana þína og fest þá við töskuna þarf að skila henni í töskuafhendinguna. Þeir farþegar sem ekki hafa innritað sig eða skilað farangri í töskuafhendingu áður en innritun lýkur geta ekki innritað sig í flugið.

  Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll.

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt.

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 42x32x25 cm að stærð bakpoki eða veski, sem þarf að komast undir sætið fyrir framan þig. Þá máttu einnig koma með poka úr fríhöfninni í handfarangri og eins þau lyf eða lækningatæki sem þú þarft á að halda í fluginu. Vinsamlega athugaðu að þú þarft að hafa læknisvottorð meðferðis sem segir að lyfin/tækin séu nauðsynleg. Fyrir þá sem hafa keypt innritaða tösku þá má hún vera allt að 20 kg.

Fyrir aukafarangur eða sætapantanir þarf að hafa samband við Aventura í 5562000. 
  
Ef flogið með Vueling 
 
Innritun fer fram á síðu flugfélagsins, veljið online check-in Vueling: cheap flights to major European cities - Vueling
Fylla þarf inn bókunarnúmer, áfangastað og brottfarardag, þá getur innritunarferli hafist. Starfsfólk Aventura aðstoðar við ferlið ef þess er þörf. 

Gott er að mæta 2-3 klst fyrir brottför til Keflavíkur. 
 
Hægt er að fylgjast með brottfarartíma frá Keflavík á síðunni https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/flugaaetlun/brottfarir og er góð regla að kanna hvort einhverjar breytingar hafi orðið áður en lagt er af stað út á flugvöll. 
 
Persónulegi hluturinn/bakpoki eða veski má ekki vera stærri en 40x20x30 cm. Ef handfarangurinn er stærri eða þyngri en sagt er hér að ofan þarf að innrita hann og greiða aukalega fyrir hann. Fyrir þá sem hafa keypt innritaða tösku þá má hún vera allt að 23 kg. 

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. 
 
 
  Þjónustu og neyðarsími
 

Neyðarsími Aventura er 6862000.
Hægt er að ná í neyðarnúmer Aventura fyrir utan skrifstofutíma á Íslandi. Neyðarsíminn er einungis fyrir neyðartilvik og við biðjum um að það sé haft í huga. 
 
Ef farþegi hefur einhverjar athugasemdir varðandi þjónustu eða íbúð/herbergi hótels skal leita í gestamóttöku viðkomandi hótels eða gera Aventura viðvart, ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Ávallt er hægt að hringja á skrifstofu Aventura í síma: + 354 556 2000, frá 9 – 16 alla virka daga.

 


  Almennar upplýsingar

Við komu 
Hafi farþegi/ar bókað og greitt fyrir akstur skal fylgja upplýsingum á þjónustubeiðni sem send verður til farþega fyrir brottför. Þess má geta að rútan getur stoppað á nokkrum hótelum áður en kemur að þínu hóteli.

Við brottför 
Vinsamlegast lesið leiðbeiningar á voucher varðandi akstur á flugvöll.

Hafi farþegi/ar bókað og greitt fyrir akstur skal fylgja upplýsingum á þjónustubeiðni sem send verður til farþega fyrir brottför. Þess má geta að rútan getur stoppað á nokkrum hótelum áður en komið er á flugvöll.

Vinsamlegast verið mætt fyrir utan hótelið 10 mínútum fyrir brottfarartíma. Mikilvægt er að mæta ekki síðar en 2 tímum fyrir brottför út á flugvöll. 
 
Vegabréf 
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf og er almenna reglan að ef ferðast er utan EES verða vegabréf að hafa gildistíma í amk 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Gott er að athuga tímanlega hvort vegabréf sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. Nöfn í bókun þurfa að vera alveg eins og í vegabréfi. Nánar um vegabréf hér
 
Um borð 
Hægt er að kaupa létta rétti, sælgæti og drykki um borð.  
 
Tryggingar 
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á tryggingum sínum. Hafi ferð verið greidd með kreditkorti fylgja yfirleitt góðar tryggingar. Gott er að hafa Evrópska Sjúkratryggingakortið með, hægt er að nálgast það hjá Sjúkratryggingum Íslands.  
 
Gjaldmiðill og kreditkort 
Gjaldmiðillinn á Spáni er Evra (EUR). Hraðbankar eru víða en hægt er að nota kort á flestum veitingastöðum og í verslunum. 
 
Sími 
Þegar hringt er úr íslenskum síma og í íslenskan síma frá Spáni þarf að setja 00354 á undan símanúmerinu. 
 
Ferðamannaskattur
Greiða þarf sérstakan ferðamannaskatt á hóteli. Verð frá ca 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótela. 
 
Þjórfé 
Á Spáni tíðkast að gefa þjórfé, um 5-10 % af upphæð. Gott er að skilja eftir pening fyrir herbergisþernur í byrjun dvalar. 
 
Costa Brava
Costa Brava er frábær sumardvalarstaðar. Hann hefur upp á allt að bjóða sem þú þarfnast fyrir góða slökun - dásamlegt veður, fallegar strendur, voga og ósnortna náttúru. Langar þig að blanda öðrum lystisemdum við dvölina í Costa Brava? Hamingjuríkar hátíðir og frábærar hefðir, sögulegir staðir og þorp, fornir kastalar og heillandi borgir bíða eftir þér í Costa Brava. Ströndin fékk heiti sitt af ægifögrum klettum í bröttum hlíðum þar sem íberískar furur vaxa. Þaðan er dásamlegt útsýni yfir fallegar víkur, strendur með hvítum sandi og möl við tæran sjóinn. Margir kjósa að koma til Costa Brava vegna villtrar náttúrufegurðar strandanna og ómótstæðilegs útsýnis af klettunum, vegna mjúka sandsins og þess hversu kristaltær sjórinn er. Það er ekki út af engu sem strendur Costa Brava hafa fengið bláa fánann! Strendur Costa Brava ættu án efa að vera efstar á lista hjá þeim sem eru að skipuleggja fjölskyldufrí. Í flestum strandbæjunum er breið flóra stranda. Allt frá stórum sandströndum við miðbæinn með tilheyrandi þjónustu og þægindum til lítilla voga sem leynast á milli furuskóga og kletta. Þær breiða úr sér frá Alt Empordà svæðinu í norðri til suðurhluta La Selva svæðisins.

Costa Brava teygir sig eftir ströndinni í 240 km - frá Blanes til Portbow. Blanes er syðst og næst Barcelona. Þar eru góðar sandstrendur, vatnsleikjagarðar og dýragarðar að ógleymdum útsýnispallinum í kastalanum í St. John og Marimurtra Botanical garðinum þar sem útsýnið er stórkostlegt. Lloret de Mar er í næsta nágrenni. Þetta er vinsælasti ferðamannastaðurinn í Katalóníu með glæsilegum innviðum og miklum fjölda ferðamanna allt árið um kring.

Tossa de Mar er talinn vera meðal þeirra allra fallegustu og laðar til sín heilmarga ferðamenn, ekki aðeins vegna strandanna heldur einnig vegna forna miðbæjarins með miðaldavirkjum. Þetta gamla fiskimannaþorp er nú orðið að ferðamannamiðstöð Playa de Aro sem trekkir að ferðamenn með tveggja kílómetra strandlengju, fornum minnisvörðum og áhugaverðum gönguleiðum.
 
Með von um góða ferð!