Gönguferð um frönsku og ítölsku Rivíeruna
Gönguferð um frönsku og ítölsku Rivíeruna
Fararstjórar:
Berglind Guðmundsdóttir
Bóka hér

Óviðjafnanleg náttúrufegurð við Miðjarðarhafið

Ítalska Rivíeran, töfrandi strandlengja Miðjarðarhafsins, er stórkostlegur áfangastaður fyrir fríið. Þetta svæði nær frá frönsku Rivíerunni til Toskana og er þekkt fyrir fallega sjávarbæi, stórkostlega kletta og kristaltært vatn. Þessi frábæri áfangastaður er góður kostur fyrir margs konar afþreyingu, sérstaklega gönguferðir með stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið

Gist verður á Hotel Europa E Concordia í bænum Alassio, sem er staðsettur á vesturströnd Liguria. Bærinn er þekktur fyrir stórbrotið landslag og útsýni og býr yfir einstökum sjarma með sínum kristaltæra sjó og gylltu sandströndum. Gamli bærinn er ekki síðri með sínum heillandi torgum og hellulögðum götum.

Gist verður á Hotel Europa E Concordia ⭐️⭐️⭐️⭐️

Staðsetning hotels Europa E Concordia er frábær, á góðum stað í Alassio. Herbergin eru öll endurnýjuð. Herbergin fyrir 2 eru með svölum en herbergin fyrir 1 eru án svala. Á hótelinu er veitingastaður og bar. Einskaströnd er fyrir gesti hótelsins.

Fararstjóri ferðarinnar er Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi

Berglind Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur, markþjálfi og fararstjóri en ferðirnar hennar til Ítalíu hafa slegið í gegn. Hún nýtur þess að leiða farþega Aventura um yndislegu Ítalíu

Berglind er mikil áhugamanneskja um Ítalíu og gerði ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýndi okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða.

Berglind er áhugamanneskja um útivist og hreyfingu og í þessari ferð tvinnar hún saman sín helstu áhugamál, Ítalíu, hreyfingu og matarmenningu.

Innifalið
  Flug með 23 kg tösku
  Gisting í 7 nætur á Hotel Europa E Concordia með morgunverði og kvöldverði
  Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
  Akstur til og frá flugvelli og í ferðir
  Dagskrá sem er tilgreind, með fyrirvara um breytingar
  Enskumælandi fararstjórn í ferðum
Dagskrá með fyrirvara um breytingar
Dagskrá með fyrirvara um breytingar

Lent í Nice og haldið á hótelið með rútu

Albenga, Alassio og sítrus heimur

Um morguninn er hefðbundinn sítrusgarður heimsóttur. Gengið er í gegnum sítruslundina og dýrindis marmelaði og aðrar heimabakaðar vörur smakkaðar.

Gönguferð þar sem gengið er í fótspor Rómverja til forna, fá múrbænum Albenga til Alassio að hans fallegu sjávar göngugötu.

Göngutími: 3 tímar
Hæðarbreyting: 150 m
Erfileikastig: Auðvelt

Verona

Létt gönguferð um Cap Ferrat um Miðjarðarhafsgróður og meðfram töfrandi klettum með stórkostlegu útsýni yfir hafið. Möguleiki á að skoða glæsilega garða frá villu Ephrussi de Rothschild Barónessu. Dagurinn endar í hinu fallega þorpi Eze með heimsókn í Fragonard ilmvatnsverksmiðjuna.

Göngutími: 3 tímar
Hæðarbreyting: 100 m
Erfileikastig: Auðvelt til miðlungs

Tilvalið að njóta í fallega bænum Alessio

Dolceacqua og brúin í Monet

 Dagsferð á friðsæla baksvæði Liguria. Gönguferð í gegnum ólífulundir og vínekrur í kringum miðaldarbæinn Dolceacqua þar sem er hinn þekkti kastali og brú sem veitti Claude Monet málara innblástur. Hádegisverður með innlendum svæðisbundnum afurðum og innlendu víni. Gengið í rólegri göngu um gamla bæinn í heillandi húsasund og þröng stræti
Göngutími: 4 tímar
Hæðarbreyting: 500 m
Erfileikastig: Miðlungs
 

Gott að nota daginn í að njóta sólargeislanna á einkaströnd hótelsins

Monaco og Cap Martin

Farið aftur til Côte d’Azur fyrir aðra gönguupplifun. Gengið eftir Le Corbusier gönguleiðunum, framhjá fallegum herragörðum sem áður voru heimili sögufrægra persóna eins og William Butler Yeats og Coco Chanel. Stoppað til að dást að elsta ólífutré Frakklands, næstum tveggja alda gamalt.

Pása til slökunar tekin í forn miðaldarþorpinu Roquebrune í Cap Martin. Síðdegis notið í Furstadæminu Mónakó.

Göngutími: 3.5 tímar
Hæðarbreyting: 260 m
Erfileikastig: Miðlungs

Farið í rútu til Nice

ATH – Breytingar á dagskrá geta átt sér stað

Ekki innifalið
  Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli
  Þjórfé
  Aðgangseyrir, þar sem á við
  Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið
Annað
  Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
  Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka
  Ferðin hentar þeim sem eru vanir gönguferðum eða hjólaferðum upp að miðlungs erfileikastigi.
  Hver farþegi ber ábyrgð á að hafa með sér viðeigandi fatnað og búnað.
  Hver farþegi ber ábyrgð á því að hafa næga heilsu til að taka þátt í ferðinni
  Hver farþegi ber ábyrgð á sínum tryggingum, verði hann fyrir tjóni eða valdi tjóni ber ferðaskrifstofan ekki ábyrgð.