Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Gleðiferð fyrir konur til Ischia

RAFHJÓLAFERÐ 29. maí - 5. júní 2024

Er þetta draumaferðin þín ? Hvort sem þú vilt ferðast ein eða með vinkonu eða bara konunni sem stendur þér næst. Það sem skiptir máli er að njóta, slaka og hlaða batteríin í frábærum félagsskap á draumaeyjunni Ischia. Gist er á huggulegu hóteli við strönd, Solemar Beach & Beauty.

Fararstjórar ferðarinnar

Fararstjórar ferðarinnar

Berglind Guðmundsdóttir Hjúkrunarfræðingur og markþjálfi er mikill matgæðingur og hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið og sjónvarpsþætti um mat og matargerð. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig. Berglind er mikil áhugamanneskja um Ítalíu og gerði ferða- og lífstílsþættina Aldrei ein þar sem hún flakkar um Sikiley og sýndi okkur eitthvað af því besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Þegar Berglind kom til Ischia var það ást við fyrstu sýn og er spennt fyrir því gefa öðrum konum tækifæri að upplifa það sama og hún gerði á þessari dásamlegu eyju.

Kolbrún Dögg Eggertsdóttir er fædd og uppalin á Selfossi og hefur alltaf haft ástríðu fyrir að ferðast og kynnast nýjum menningarsiðum og fólki. Árið 2000 dreif ævintýraþörfin hana til London til að starfa sem au-pair og það var þar sem hún varð ástfangin af myndarlegum ítala frá eyjunni Ischia. Tveimur árum seinna lét hún ástina ráða og flutti út til Ítalíu þar sem hún býr í dag (eini íslendingurinn) ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra. Kolbrún og Carmine, eiginmaður hennar, eiga ferðaskrifstofuna InfoIschia og hlakka þau til að taka á móti íslendingum á Ischia. Berglind og Kolbrún kynntust sumarið 2022 á Ischiu og eftir Hugo Spritz aperitivo og mikinn hlátur við sólsetur varð þetta frábæra samstarf til. Þær voru með kvennaferðir til Ischia síðastliðið sumar sem heppnuðust frábærlega og endurtaka nú leikinn.

Ferðatilhögun
3. júní – Flogið frá Keflavík til Rómar með Icelandair
10. júní – Flogið frá Róm til Keflavíkur með Icelandair
Verð á mann frá 369.900 kr.
í 7 nætur með morgunverði m.v. 2 fullorðna
Innifalið
  Flug með 20 kg tösku
  Gisting í 7 nætur með morgunverði á Hotel Solemar Beach & Beauty
  Íslensk fararstjórn á meðan dvöl stendur
  Ferja til og frá Ischia
  Akstur til og frá flugvelli og í ferðir
  Móttökudrykkur á hóteli
  Skoðunarferðir
  Máltíðir sem taldar eru upp í dagskrá
  Ein fjögurra rétta kvöldmáltíð að þjóðlegum hætti Ítala
  Dagskrá sem er tilgreind, með fyrirvara um breytingar
Dagskrá

3. Júní - Koma til Ischia

Koma á Hotel Solemar Beach & Beauty Spa sem er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett við ströndina og í göngufæri við alla þjónustu og afþreyjingu í stærsta bæ eyjarinnar sem heitir Ischia Porto.

4. Júní - Sameiginlegur kvöldverður

Frjáls dagur til ađ slaka á í sundlauginni, fara í dekur á hótelinu, skella sér á ströndina eða rölta um og kynnast eyjunni Ischia.

Um kl. 18 er boðið upp á fordrykk á hótelinu þar sem Berglind og Kolbrún fara yfir dagská komandi daga. Gengið verđur saman yfir í gamla bæinn Ischia Ponte á veitingarstađinn À Paranza þar sem boðið verður upp á þriggja réttar kvöldverð og drykki međ útsýni yfir Aragonese kastalann.

5. Júní - Einstök matarupplifun á Monte Epmeo fjallinu

Lærum ađ nota matarjurtir í matargerð, sýnt verđur hvernig ekta ítalskan matur er eldađur međ ferskum hráefnum og kynnumst vínmenningu heimamanna á notalega veitingarstađnum La Porta di Agartha sem er viđ Epomeo eldfjalliđ. Innifaliđ er þriggja rétta hádegismatur að hætti mömmu Imma, vatn, léttvín og heimagerđur líkjör. Rúta til og frá hótelinu eftir að hafa eytt deginum saman og hlađiđ batteríin í fallegu náttúrulegu umhverfi.

6. Júní - Frjáls dagur og kvöldverđur viđ Ischia Porto höfnina

Frjáls dagur þar sem hægt er ađ slaka á viđ sundlaugarbakkann, liggja í sólbađi á ströndinni eđa kynnast eyjunni. Einnig er tilvaliđ ađ kynnast nágrannaeyjunum Capri eđa Procida međ dagsferd. Um kvöldiđ verđur rölt saman niđur á höfn á veitingarstađinn Taverna di Antonio þar sem verđur eytt skemmtilegu kvöldi saman. Innifaliđ er smáréttakvöldmatur međ drykkum.

7. Júní - Sigling á snekkju um eyjuna

Siglt verđur á einkasnekkjunni Rocca Corsa í kringum eyjuna Ischia. Stoppað verđur á nokkrum stöðum þar sem hægt verður ađ sjá mismunandi bæi ásamt því að fara í sjóinn og synda. Innifalið í ferðinni er léttur hádegismatur međ eftirrétti, vatn, léttvín og limoncello. Rúta til og frá hótelinu til hafnarinnar í bænum Forio.

8. júní – Giardini di Poseidon Thermal

Dekurdagur í Poseidon Thermal heilsulind sem er stærsti vatnagarður Ischia með um 20 laugum umkringdum fallegum gróðri. Garđurinn býđur uppá mismunandi heilsulaugar, sauna, spa og veitingarstađi. Hér slökum við á og njótum. Innifaliđ er dagspassi í heilsulindina, ađgengi ađ strönd og 40 mín slökunarnudd. Rúta frá hótelinu til Forio þar sem heilsulindin er stađsett.

Um kvöldið er síðan lokakvöldverður hópsins á Epomeo bar þar sem boðið verður upp á kokteila og smárétti og góða tónlist. Innifalið: Tveir drykkir ađ eigin vali og smáréttir.

9. júní - Frjáls dagur

Frjáls dagur. Um að gera að nota síðasta daginn til að kíkja á ströndina, skođa verslunargötuna Via Roma eða fara í notarlega göngu í gamla bæinn Ischia Ponte og skoða Aragona kastalann.

10. júní - Heimför

Morgunmatur á hótelinu og brottför međ rútu frá hótelinu niđur á Ischia Porto höfnina þar sem verđur tekinn bátur yfir til Napoli. Þar bíđur rúta sem fer til Roma Fiumicino.

Ekki innifalið
Ferðamannaskattur sem greiðist á hóteli, 2.5 – 3 EUR á mann á dag.
Þjórfé
Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu og ekki talið í upptalningu á hvað sé innifalið.
Annnað
Staðfestingargjald er 50.000 kr á mann og er óafturkræft
Lágmarksþátttaka er 16 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka.