Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

60+ Ferð til Costa del Sol

 


60+ FERÐ MEÐ KRISTÍNU TIL  C O S T A   D E L  S O L

FRÁ 10. APRÍL  - HÆGT AÐ VERA Í 15, 22 EÐA 29 NÆTUR 
VERÐ FRÁ 198.600 KR


FINNA FERР
 
 


Komdu með í 60+ Ferð með Kristínu Tryggva til Costa del Sol þann 10. apríl - Hægt er að vera í 15, 22 eða 29 nætur

Hægt er að velja um 2 hótel, Bajondillo sem er eitt vinsælasta íbúða hótelið í Torremolinos, þægilegar íbúðir á frábærum stað við ströndina eða Sol Principe, glæsilegt 4 stjörnu hótel sem hefur ávallt verið vinsælt meðal Íslendinga.

Costa del Sol þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hafa þeir hópast á þennan heillandi stað áratugum saman. Þessi ferðamannaparadís nýtur mikilla vinsælda á meðal Evrópubúa enda loftslagið gott og fallegar sandstrendur umlykja svæðið. Það ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk á Costa del Sol, hvort sem það er snekkjusigling, næturlíf, strandlíf eða rólegir göngutúrar meðfram hafinu.

   
 

Farangursheimild er 10 kg handfarangur, 55x40x30 cm að stærð með handfangi og hjólum, þarf að komast undir sætið fyrir framan.

 Innrituð taska 20 kg


 
 
 

Flogið 10. apríl með Niceair - Heimflug með Play 

Gjaldmiðillinn á Spáni er evra.


   
 

► Staðfestingargjaldið er 40.000 kr og fullgreiða þarf ferðina 7 vikum fyrir brottför.

 Íslensk fararstjórn og skemmtileg dagskrá

   
...
 

KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR

Fararstjóri

Kristín ólst upp í Breiðholtinu. Kristín hóf störf hjá íslenskri ferðaskrifstofu vorið 1998 sem fararstjóri erlendis. Kristín hefur unnið við fararstjórn á Spáni og Kanaríeyjum allt árið um kring s.l. 24 ár og einnig farið í sérferðir til Grikklands, Tyrklands, Lettlands, Búdapest, Slóveníu, Kúbu o.fl. staða. Ferðalög eru eitt af aðal áhugamálum Kristínar ásamt útiveru og samverustundum með góðu fólki. Kristín á eina dóttir og eitt barnabarn.

 

BAJONDILLO ☆☆☆ - VERÐ FRÁ 198.600 KR

Þetta er frábærlega staðsett íbúðarhótel, beint á Bajondillo ströndinni og rétt við miðbæ Torremolinos, þar sem finna má fjöldan allan af verslunum, veitingastöðum, börum og skemmtistöðum. 
Þó svo að stutt sé í iðandi mannlíf í miðbæ Torremolinos, er hótelið sjálft staðsett í rólegu umhverfi og býður gestum sínum uppá einstakt útsýni yfir ströndina og hafið.
Á hótelinu er góður garður með útisundlaug, sólbaðsaðstöðu og sundlaugarbar. Á hótelinu er einnig veitingastaður, sem og dagleg skemmtidagská með fjölbreyttu sniði.
Íbúðirnar á Bajondillo eru allar með svölum, baðherbergi með hárþurrku og litlum eldhúsum með helluborði og ísskáp.
Þetta er góður og hagstæður valkostur á frábærum stað í Torremolinos.

SOL PRINCIPE ☆☆☆☆ VERÐ FRÁ 249.900 KR

Þetta skemmtilega hótel er staðsett við ströndina Playamar, aðeins 2 km frá miðbæ Torremolinos, og státar af 15.000 m2 aðstöðu, sem gerir þetta hótel svo einstakt. Sannkallað fjölskylduhótel þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Öll herbergin eru björt og snyrtileg, vel búin fyrir ferðalanginn, loftkæling er í boði frá júní - september, öryggishólf fæst gegn gjaldi. 

Veitingarstaður, snakkbar og kaffibar er meðal annars í boði. Frábær leiksvæði fyrir börn, barnaklúbbur, skemmtun og alls kyns afþreying í boði. 

Frábær kostur í Torremolinos


     

Torremolinos býður upp á fjörugt frí þar sem afþreyingarmöguleikarnir eru endalausir. Breiðar strandlengjur, fjörugt næturlíf og mikið úrval veitingastaða er það sem einkennir þennan skemmtilega bæ. Calle San Miguel er aðalverslunargatan en þar má finna ýmsar verslanir og minjagripabúðir sem laða að fólk alla daga. Aqualand og Crocodile Park eru garðar sem eru einskar vinsælar meðal gesta Torremolinos. La Carihuela er gamli bærinn, falleg torg og litlir huggulegir tapas og sjávarréttastaðir einkenna bæinn.Allir ættu að finna eitthvað fyrir sitt hæfi í Torremolinos.  

Ferðamannastaðurinn Benalmadena er umluktur Miðjarðarhafinu og sker staðurinn sig úr vegna hreinleika stranda, góðrar umhirðu og þægilegra hótela. Hann er talinn vera ferðamannstaður á heimsvísu. Hann býður upp á heilmikla skemmtun fyrir fjöruga unga fólkið og ásamt því eru rólegir staðir í boði fyrir fjölskyldur þar sem mun fara vel um alla. Benalmadena hefur upp á heilmargt að bjóða fyrir unnendur vatnaíþrótta. Í Puerto Marina geturðu farið í siglingakennslu, farið í siglingu til hinna stórkostlegu þriggja eyja sem eru nálægt ströndinni eða varið tíma þínum í að skoða fegurð lífríkisins neðansjávar. Í Puerto Marina eru veitingastaðir, barir og verslanir. Til að njóta náttúrufegurðarinnar til fullnustu er tilvalið að ganga um garðana El Muro og Las Aguilas og fara með kláf upp á tind Carramolo.

 
 
 
 

Marbella er heimavöllur ríka og fræga fólksins sem flykkist þangað víðs vegar úr Evrópu og er þekkt fyrir glæsilegar villur, lúxus snekkjur og einstaka golfvelli. Snekkjubátahöfnin í Puerto Banus er í rúmlega 7 km fjarlægð en þar má finna merkjabúðir frá öllum þekktustu hönnuðunum. Tært og túrkisblátt hafið við langar strandlengjur er eitt að því sem einkennir Marbella. Promenade sem liggur meðfram ströndinni stendur fyrir sínu og hægt er að ganga alla leið til Puerto Banus og njóta útsýnis og mannlífs á leiðinni. Í gamla bænum má finna gallerí, litlar hönnunarbúðir og bari í þröngum heillandi götum. Glæsilegur strandstaður fyrir alla fjölskylduna.


  
 
 
 

Fuengirola er sjarmerandi strandbær á Costa del Sol svæðinu og er frábært val fyrir fríið til að njóta sólar og strandar. Falleg strandlengja þar veitingarstaðir, barir og kaffihús setja lit á mannlífið, hægt að ganga meðfram ströndinni á göngugötu sem er samtals 8 kílómetrar. Sohail kastalinn er eitt helsta kennileiti þessara fallega strandbæjar, hann er fallegur á hæð andspænis sjónum og gnæfir yfir bæinn. Hugguleg smábátahöfn er í bænum þar sem hægt er að leigja bát fyrir siglingar og komast á Jetski. Einnig eru veitingastaðir og barir á svæðinu.