Aventura notar fótspor og aðra mælingatækni til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar, tryggja þér sem besta þjónustu og upplifun. Með því að halda áfram samþykkir þú notkun okkar á fótsporum.

Costa Ballena

 

COSTA BALLENA - EITT BESTA GOLFSVÆÐI EVRÓPU

BÓKAÐU FERÐ Á COSTA BALLENA HÉR   

Lagt er upp með að allar aðstæður til golfiðkunar og öll umgjörð, s.s. gisting, fararstjórn og þjónusta, séu fyrsta flokks. Fyrir þá sem vilja prófa aðra golfvelli eru meira en 14 glæsilegir golfvellir í næsta nágrenni. Fyrir þá sem vilja skoða meira en golfvelli er aðeins 20 mínútna akstur til borgarinnar Jerez og einnig er stutt til hinnar sögufrægu borgar Cadiz og fleiri bæja þar sem frábært er að njóta mannlífsins og menningarinnar.

Golfsvæðið er hannað af tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal. Golfvöllurinn er 27 holur auk 9 holu par-vallar. Svæðið er eitt stærsta og best útbúna kennslu- og æfingasvæði á Spáni og er við ströndina. Æfingasvæðið er flóðlýst og geta 140 manns verið við æfingar í einu. Við æfingasvæðið er stór og góð púttflöt þar sem hægt er að æfa allar tegundir af púttum, auk vippsvæðis, þar sem hægt er að æfa högg frá 5 metrum upp í 80 metra ásamt glompuhöggum.

Par-3 holu völlurinn er lítill og skemmtilegur völlur þar sem vötn koma ítrekað við sögu. Hann liggur við ströndina og er með glæsilegum og krefjandi holum. Stysta brautin er 100 metrar og lengsta brautin er 180 metrar.

Á Costa Ballena er klúbbhúsið vel staðsett með veitingastað, bar og verönd með útsýni yfir æfingasvæðið og ströndina. Í klúbbhúsinu er líkamsræktaraðstaða, gufuböð, nuddpottar og fín golfverslun. Vellirnir bjóða upp á alvörugolf fyrir alla kylfinga en eru fremur sléttir og þægilegir að ganga á.
Kíktu nánar hér á golfvöllinn og aðstöðuna: http://www.ballenagolf.com
 

GOLFSKÓLINN

GolfSaga býður farþegum sínum upp á golfskóla á Costa Ballena. Þar eru aðstæður til golfkennslu- og æfinga á heimsmælikvarða.

Golfskólinn á Costa Ballena stendur yfir í 6 daga og samanstendur af fyrirlestrum, verklegri golfkennslu, golftengdum æfingum og golfleik.

Það sem kennt er í golfskólanum er:
  • Stutta spilið; fleyghöggin, höggin í kringum flatirnar og púttin
  • Langa spilið; teighöggin, löngu brautarhöggin og millihöggin
  • Leikskipulag og hugarfar  
Eftir lok hvers skóladags geta nemendur æft og spilað golf að vild, með ótakmörkuðum æfingaboltum, aðgangi að æfingasvæði og Par 3 holu golfvelli. Þeir sem hafa reynslu og sjálfstraust geta einnig spilað á öllum þeim 27 golfbrautum sem Costa Ballena býður uppá.

Golfskólinn hefur verið vinsæll og leiðandi í golfkennslu íslendinga erlendis frá árinu 1997 og verið staðsettur á Costa Ballena frá árinu 2006. Yfir 5000 kylfingar á öllum aldri hafa útskrifast úr golfskólanum og hafa tileinkað sér að leika golf sér til ánægju hvar og hvenær sem er.

Kennarateymi skólans er skipað golfkennurunum Magnúsi Birgissyni (PGA-SPGA) og Ragnhildi Sigurðardóttir (PGA) ásamt fjölda reyndra gestakennara.  Fjöldi gestakennara skólans miðast við fjölda nemenda hverju sinni.

Gæði, reynsla og frábærar aðstæður gera það að verkum að þú verður ekki svikin(n) af því að setjast á skólabekk syðst í Andalúsíu og nema golfíþróttina í heila viku.

  
 
 
...

 
 
...

 
 
... 

 
 
 
...

 
 
...

 
 
... 

 
 

BARCELO COSTA BALLENA GOLF & SPA ☆☆☆☆

 
Glæsilegt hótel með heilsulind, öll herbergi og veitingastaðir voru endurnýjaðir 2017. Hótelið er í 3 mínútna göngufæri við golfskálann og býður upp á fullkomna slökun eftir afrek dagsins, einnig er falleg strönd í 500 metra fjarlægð frá hótelinu. Öll herbergi eru með sjávarsýn og útsýni yfir golfvöllinn. Herbergin eru með góðum baðherbergjum með hárþurrku, loftkælingu, síma, internettengingu (Wi-Fi), gervihnattasjónvarpi, minibar, öryggishólfi og svölum. Góð heilsulind er á hótelinu ásamt margvíslegri þjónustu. Tvær sundlaugar eru í garðinum.
 
Í næsta nágrenni við hótelið er stórmarkaður þar sem verð á vatni og vistum er mjög gott. Flestir af okkar farþegum nýta sér skutluþjónustu okkar en við bjóðum upp á reglulegar ferðir í matvörubúðina. Einnig er í 10 mínútna akstursfjarlægð nýleg verslunarmiðstöð og margir hafa nýtt sér skutluþjónustu þangað og gert góð kaup. Þar er að finna margar fínar búðir eins og t.d. H&M, Zara, íþróttavöruverslanir, verslanir með leður og gull svo eitthvað sé nefnt. Skoðaðu helstu upplýsingar varðandi sóttvarnir og aðrar ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótelinu. Skoðaðu fleiri myndir af Barcelo Costa Ballena Golf & Spa
 
 
...

 
 
...

 
 
... 
 
 
...

 
 
...

 
 
...


 

INNIFALIÐ Í VERÐI FERÐAR

 
✔ FLUG TIL OG FRÁ JEREZ MEÐ ICELANDAIR ✔ RÚTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
✔ FLUTNINGUR Á GOLFSETTUM ✔ GOLFKERRUR OG ÆFINGABOLTAR
✔ GISTING MEÐ HÁLFU FÆÐI ✔ FLUGVALLASKATTAR
✔ ÓTAKMARKAÐ GOLF NEMA BROTTFARARDAGA ✔ TRAUST FARARSTJÓRN
 
 
 
 
 
 

STAÐSETNING