Hjólaferð með Hartmanni til Alicante
HJÓLAFERÐ MEÐ HARTMANNI
29. OKTÓBER Í 7 EÐA 10 NÆTUR
TIL ALICANTE

HARTMANN KRISTINN GUÐMUNDSSON
Fararstjóri
Hartmann er ástríðufullur hjólari. Hann er búinn að hjóla og vera meðlimur í Hjólreiðadeild Víkings frá árinu 2014 og síðustu árin í stjórn Hjólreiðadeildar. Hann hefur hjólað mikið, bæði heima og erlendis. Í nokkur ár hefur Hartmann verið búsettur á Spáni hluta úr árinu, hjólað mikið og er þaulkunnugur staðháttum og skemmtilegum hjólaleiðum.
Ferðatilhögun
29. október
Keflavík - Alicante
5. eða 8. nóvember
Alicante - Keflavík
7 eða 10 nætur
Fyrir 2 fullorðna
- Innifalið:
- Flug til og frá Alicante með flugfélaginu Play
- 20 kg innrituð taska ásamt 10 kg handfarangri þó ekki stærri en 42x32x25 cm að stærð með handfangi og hjólum
- Gisting á 4 stjörnu hótelinu Servigroup La Zenia með morgunverði eða hálfu fæði
- Rútur til og frá flugvelli
- 6 spennandi hjólaleiðir
- Ath! Hjólatöskur eru ekki innifaldar og kosta 20.000 kr báðar leiðir, 27 kg.
- VISTA BELLA - TORREVIEJA - 50 KM - LÉTT
- Rólegur skemmtihringur um svæðið þar sem stoppað verður á öðruvísi hjólakaffihúsi og við ströndina. Hækkun 300 m.
- GARRUCHAL - 110 KM - MIÐLUNGS
- 110 km ferð þar sem farið verður í gegnum fallegan Garruchal dalinn og yfir fjallgarðinn. Kaffistopp í veitingahúsi á toppnum. Hækkun 700 m.
- VATNAHRINGUR - 60 KM - MIÐLUNGS
- 50 km hringur í kringum mjög fallegt vatn. Stoppað á hjólakaffihúsi í Torremendo. Hækkun 400 m.
- VALLEY DE RECOTE - 170 KM - ERFITT
- Langur túr, 170 km. Farið verður um einstaklega fallegan og gróðursælan dal. Stoppað á nokkrum stöðum. Hækkun 1400 m.
- BIGASTRO - GUARDAMAR - 60 KM - LÉTT
- Léttur 60 km hringur með tveimur kappistoppum í fallega smábænum Algorfa og við smábátahöfnina í Guardamar.
- SAN FILIPI NERI - 100 KM - LÉTT/MIÐLUNGS
- Flöt og hröð leið nálægt Elche, þar sem ræktað er mikið af pálmatrjám. Kaffistopp í San Filipi Neri.
SERVIGROUP LA ZENIA ****
Huggulegt hótel við Playa de la Zenia, stutt frá Torrevieja. Hótelgarðurinn er notalegur með góðri sundlaug og fallegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Á hótelinu er heilsulind með líkamsrækt, innisundlaug, nuddpotti, gufubaði og alls kyns líkams og nuddþjónustur eru í boði gegn gjaldi.





