Þetta hótel er á rólegum stað umkringt furuskógi. Það er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og innifelur inni- og útisundlaugar og ýmis konar íþróttaaðstöðu. Þetta er frábært hótel á góðum stað í Porec.
Loftkældu, björtu herbergin eru með víðáttumiklu útsýni yfir sjóinn eða skóginn og flatskjásjónvarp með gervihnattarásum. Athugið að ekki eru svalir á standard herbergjum.
Íþróttaaðstaðan felur í sér yfirbyggða tennisvelli og tennisvelli utandyra, körfuboltasal, ævintýragarð og stóra innisundaug með frábærri aðstöðu fyrir alla fjölskylduna. Fullkomin aðstaða fyrir hjólreiðafólk er á staðnum. Hægt er að komast í köfunarskóla. Við ströndina er nóg af vatnasporti fyrir alla.
Glæsileg heilsulind og vellíðunaraðstaða er í boði gegn aukagjaldi þar sem mikið er í boði af líkamsmeðferðum og vellíðunarþjónustu.
Gestir geta notið opins eldhúss og ýmis konar sérrétta frá Istriu sem og alþjóðlegrar matargerðar á veitingastaðnum á veröndinni sem innifelur útsýni yfir sundlaugina. Fjölbreytt úrval af snarli og drykkjum er í boði á snarlbarnum við sundlaugina.
Frábær kostur fyrir fríið.
Sýna allt